Keppnisskilmálar 2018

Forkeppni bikars er innanfélagsmót karla og kvenna. Mótsfyrirkomulag er þannig að forkeppni verður spiluð fyrst og er punktamót með forgjöf. Þeir 32 (16…) keppendur sem ná bestum árangri með forgjöf í forkeppninni taka síðan þátt í holukeppni með forgjöf, með útsláttar fyrirkomulagi, þar sem keppt er einn gegn einum um titilinn Bikarmeistari GÖ. 1. sætið spilar við 32. sæti (16. sæti), 2. sæti við 31. sæti (15. sæti) og svo framvegis (sjá viðauka 1, bls. 163 í Golfreglur í gildi frá janúar 2016). Keppendur í holukeppni koma sér saman um hvenær þeir leika sína leiki en þurfa að ljúka leik í hverri umferð fyrir gefnar dagsetningar.  Á lokamóti GÖ fær sigurvegari holukeppninnar, Bikarmeistari GÖ, afhentan bikar til varðveislu í eitt ár.

Það ræðst af fjölda þátttakenda í forkeppni bikars hversu margir þátttakendur verða í holukeppni bikars. Taki fleiri en 128 kylfingar þátt í forkeppninni þá komast 128 kylfingar áfram, 64-127 í forkeppninni þá komast 64 áfram, 32-63 í forkeppninni þá komast 32 áfram, 16-31 í forkeppninni þá komast 16 áfram, 8-15 í forkeppninni þá komast 8 áfram og ef það eru færri en 8 þá fellur keppni niður.

Forkeppnin er punktamót þar sem hæsta gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum. Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga. Þátttökurétt hafa félagsmenn GÖ sem hafa löglega forgjöf samkvæmt forriti GSÍ.

Í holukeppninni með forgjöf (hæsta gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum) ræður forgjafartafla Öndverðarnesvallar því á hvaða holum annar keppandinn fær aukahögg í forgjöf. Gefum okkur að kylfingurinn Gunna sé með 7 í vallarforgjöf samkvæmt forgjafatöflu fyrir GÖ og kylfingurinn Jón sé með 24 í vallarforgjöf samkvæmt forgjafartölfu GÖ þá er mismunurinn 17 á þessum tveimur kylfingum. Það þýðir að Jón fær 1 högg í forgjöf á Gunnu á 17 erfiðustu holunum (merktar: forgjöf 1-17). Séu keppendur jafnir eftir 18 holur skal farið á 1. teig og leikið þar til úrslit ráðast (forgjöf er einnig á þeim holum sem þarf til að knýja fram úrslit ef Jón átti 1 högg á Gunnu á þeirri braut gildir það áfram).

Úrslit hvers leiks í holukeppninni skal senda á kappleikjanefnd@gogolf.is fyrir miðnætti á lokadegi hverrar umferðar. Hafi póstur ekki borist fyrir miðnætti síðasta keppnisdags verður undantekningarlaust varpað hlutkesti um hvor keppendainn hafi unnið leikinn.

Hafi golfarar ekki lokið leik innan tímarammans eiga þeir að mæta til leiks síðasta dag umferðarinnar kl. 14:00. Mæti aðeins annar keppandi er litið þannig að á að sá sem ekki mætir gefi leikinn (skal hafa vitni að því ef aðeins annar mætir). Kappleikjanefnd getur án fyrirvara fellt niður leiki í umferðum hafi keppendur ekki lokið leik og ekki skilað úrslitum í golfskála (sjá nánar: Hafi golfarar ekki lokið leik) (sjá einnig Úrslit hvers leiks hér að ofan).

Forgjöf keppenda sem þeir spila samkvæmt og gildir í leiknum er sú forgjöf sem keppandi er með á leikdegi samkvæmt golf.is (og síðan fundin vallarforgjöf á Öndverðarnesvöllinn samkvæmt henni á forgjafartöflu GÖ).

Önnur umferð þarf að spilast í síðasta lagi 15. júlí 2018

Önnur umferð bikarkeppni GÖ 2018