Gulldeild GÖ 2018 – frestað um óákveðinn tíma

Gulldeild GÖ – lokaumferð 2017

Í fimmtu og síðustu umferð sem skal leikinn í síðasta lagi 2. september eiga að eftirfarandi lið að keppa:

Leikur um 7. Sæti: Taplið fjórðu umferðar í leik 3 og leik 4 (Grímsævintýri vs. Ingólfsfjall
Leikur um 5. Sæti: Vinningslið fjórðu umferðar í leik 3 og leik 4 (Vibratorar vs. Vine&Dine)
Leikur um 3. Sæti: Taplið fjórðu umferðar í leik 1 og leik 2 (Albatrossar vs. Goðin)Leikur um 1. Sæti: Vinningslið fjóðru umferðar í leik 1 og leik 2 (Stangarbraut vs. Skrambar)

kveðja kappleikjanefnd

Kæru þátttakendur í Gulldeild GÖ 2017 (júní 2017)
Þá liggur fyrir hvaða lið munu keppa í deildinni í sumar, búið er að raða í riðlana, ákveða hverjir leika við hverja, fyrir hvenær hverri umferð þarf að ljúka  og svo að sjálfsögðu dagsetning lokahófs.
Eftirtalin lið taka þátt.

Ífyrstu umferð sem þarf að klára í síðasta lagi sunnudaginn 25. Júní leika:

A-riðill

Víbratorar vs. Ingólfsfjall og Stangarbraut vs. Skrambar

B-riðill

Albatrossar vs. Goðin og Grímsævintýri vs. Nine & Dine
Í annarri umferð sem þarf að klára í síðasta lagi sunnudaginn 9. Júlí leika:

A-riðill

Víbratorar vs. Skrambar og Ingólfsfjall vs. Stangarbraut

B-riðill

Albatrossar vs. Nine & Dine og Goðin vs. Grímsævintýri
Í þriðju umferð sem þarf að klára í síðasta lagi sunnudaginn 23. Júlí leika:

A-riðill

Víbratorar vs. Stangarbraut og Ingólfsfjall vs. Skrambar

B-riðill

Albatrossar vs. Grímsævintýri og Goðin Vs. Nine & Dine
Í fjórðu umferð sem þarf að klára í síðasta lagi mánudaginn 7. ágúst leika:

Leikur 1: fyrsta sæti í A-riðli vs. annað sæti í B-Riðli
Leikur 2: fyrsta sæti í B-riðli vs. annað sæti í A-Riðli
Leikur 3: þriðja sæti í A-riðli vs. ajórða sæti í B-riðli
Leikur 4: þriðja sæti í B-riðli vs. ajórða sæti í A-riðli

Í fimmtu og síðustu umferð sem þarf svo að klára í síðasta lagi laugardaginn 19. ágúst leika:

Leikur um 7. Sæti: Taplið fjórðu umferðar í leik 3 og leik 4.
Leikur um 5. Sæti: Vinningslið fjórðu umferðar í leik 3 og leik 4.
Leikur um 3. Sæti: Taplið fjórðu umferðar í leik 1 og leik 2.
Leikur um 1. Sæti: Vinningslið fjóðru umferðar í leik 1 og leik 2.

Liðsstjórar bera ábyrgð á að skipuleggja leiki sína og kalla saman liðið

Netföng liðsstjóra eru eftirfarandi:

Vibratorar – Þuríður Jónsdóttir – thurij@internet.is
Ingólfsfjall – Þórir Baldvin Björgvinsson – thorirbjorgvins@gmail.com
Stangarbraut – Birna Stefnisdóttir – birnast@internet.is
Skrambar – Jóhann Sveinsson – joh.sve@simnet.is
Albatrossar – Sigríður Aðalsteinsdóttir – siggasina@gmail.com
Goðin – Þórhalla Arnardóttir – thorhalla.arnardottir@gmail.com
Grímsævintýri – Sólveig Steinsson – solv@islandia.is
Nine & Dine – Jón Ólafur Bergþórsson – jonoli@icetransport.is

Gjald fyrir hvert lið er Kr. 10.000 og skal greiðast inn á reikning klúbbsins í síðasta lagi föstudaginn 16. Júní. Reikningur: 0513-26-7677 kennitala: 420796-2189. Innkoman verður notuð í vinninga og veitingar á lokahófinu sem við stefnum á að halda laugardaginn 19. ágúst þegar úrslit liggja fyrir.

 

Reglugerð um Gulldeild GÖ 2017 er byggð á reglugerð um sveitakeppni GSÍ

 1. kafli
  1. gr.
  GÖ gengst árlega fyrir liðakeppnum í blönduðum flokki karla og kvenna í Gulldeild GÖ. Fyrsta keppni í
  Gulldeild GÖ var haldin sumarið 2016.
 2. gr.
  Kappleikjanefnd GÖ skal auglýsa Gulldeild GÖ og hafa yfirumsjón með framkvæmd hennar. Hún skal skipa menn í mótsstjórn og a.m.k. einn dómara sem hægt er að hringja í ef upp kemur ágreiningsmál.
 3. gr.
  Kappleikjanefnd GÖ ákveður þátttökugjöld og sér klúbburinn um innheimtu og mun hluti þátttökugjalds vera notað til að kaupa verðlaunagripi í mótinu.
 4. gr.
  Þátttökutilkynningar skulu sendar á go.deildin@gmail.com fyrir auglýstan dag ár hvert. Nöfn leikmanna og kennitölur þeirra skal tilkynna í þátttökutilkynningu. Hafi þátttökutilkynning ekki borist í tíma er kappleikjanefnd heimilt að gefa liði 6 tíma frest, en að honum loknum telst liðið hafa fyrirgert keppnisrétti sínum það árið.
  Kappleikjanefnd er heimilt að fella niður keppni í deildinni ef þátttökulið eru færri en 3.
 5. gr.
  Almennir keppnisskilmálar og almennar staðarreglur, sem stjórn GSÍ setur, skulu gilda í Gulldeild GÖ. Kappleikjanefnd getur þó auglýst viðbætur og frávik ef þörf krefur. Þá getur kappleikjanefnd ákveðið að fresta eða fella niður umferð eða umferðir vegna veðurs. Staðarreglur og keppnisskilmálar skulu vera fyrir hendi þegar á fyrsta degi.
 6. gr.
  Hvert lið skal tilnefna liðsstjóra. Liðsstjóri skal gæta hagsmuna síns liðs og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart kappleikjanefnd, þó ekki umfram það sem golfreglur heimila. Liðsstjóri skal fyrir hönd viðkomandi liðs vera ábyrgur fyrir greiðslu þátttökugjalda liðsmanna sinna. Þau skulu greidd í upphafi móts, á tímabili fyrstu umferðar þegar fyrsti leikur er spilaður.
 7. Kafli
  7. gr.
  Keppnin fer fram á golfvelli GÖ. Kappleikjanefnd er heimilt að skipuleggja rástíma ef með þarf og miðast það við ef lið hafa ekki lokið leik á leiktímabili umferðar og er þá síðasti dagur leikumferðar á bilinu kl. 13:00 – 14:00 sá rástími sem kappleikjanefnd skipar liðunum.
 8. gr.
  Hvert lið getur talið allt að 6 leikmönnum þar sem 4 leika í hverjum leik. Bæði kyn geta skipað liðið og skulu leikmenn vera 20 ára og eldri.
  Liðsstjóri má vera einn af leikmönnum liðsins. Liðsstjóri getur tilnefnt varamann úr liðinu í eigin forföllum.
 9. gr.
  Mæti ekki lið, sem tilkynnt hefur þátttöku, til leiks á auglýstu tímabili umferðar og/eða á lokadegi á bilinu kl. 13:00 – 14:00 hvort sem er í fyrstu eða síðari umferðum skal liðinu dæmt tap í þeim leik. Spila má fyrir síðasta setta leikdag en ekki eftir settan rástíma (milli kl. 13:00 og 14:00) á síðasta leikdegi umferðar.
 10. gr.
  Fer það eftir fjölda liða ár hvert hvort leikið er í einum eða fleiri riðlum.
 11. gr.
  Í öllum leikjum skal leika holukeppni með forgjöf og ræður forgjafartafla Öndverðarnesvallar því á hvaða holum annar keppandinn fær aukahögg í forgjöf. Í fjórmenningsleiknum skal leggja saman forgjöf þeirra sem eru saman í liði og deila með tveimur, síðan er það mismunur á samanlagðri forgjöf liðanna sem ræður á hvaða holur annað liðið fær aukahögg í forgjöf forgjöf.

Ef 8, 12, 16… lið eru skráð til þátttöku er liðunum skipt með hefðbundnum hætti, í riðla A, B, ….
Ef 7 lið eru skráð til þátttöku er liðunum skipt í tvo riðla A og B þar sem 3 lið keppa í A riðli og 4 í B riðli. Ef 6 lið eða færri eru skráð til þátttöku, leika allir við alla í einum riðli.

 1. gr.
  Í Gulldeild GÖ skal leika einn fjórmenning og tvo tvímenninga (tvö holl, tveir á móti tveimur í örðu og einn á móti einum sinnum tveir í hinu hollinu).
  Leika skal alla leiki til úrslita nema ef röð liðanna er orðin ljós, þá teljast jafnir leikir helmingaðir.
  Hver unninn leikur gefur þrjú stig og jafntefli 1,5 stig. Úrslit ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Það lið vinnur sem hlýtur flest stig. Verði lið jöfn að stigum ræður fjöldi unninna fjór- og tvímenninga röð. Ef enn er jafnt ræður innbyrðis leikur. Ef ekki fást úrslit eins og að framan greinir skal leika bráðabana um röð. Hvert lið teflir þá fram einu tvímenningsliði og leiknar eru níu holur. Reynist enn jafnt á liðunum er leikið áfram frá 10. braut og þar til annað liðið sigrar holuna.
 2. gr.
  Liðsstjóri ber ábyrgð á að koma með 4 leikmenn úr sínu liði til leiks á leiktímabili umferðar. Liðsstjórar hvers liðs sem eiga að keppa skulu ákveða saman leikdag og ef ekki næst samkomulag er leikdagur, síðasti dagur leiktímabils umferðar á bilinu kl. 13:00 – 14:00. Mæti hvorugt lið þann dags telst um jafntefli vera að ræða en ef annað lið mætir er því liði dæmdur sigur.
 3. gr.
  Sigurvegarar í Gulldeild GÖ hljóta titilinn Gullmeistari GÖ.
 4. gr.
  Að öðru leyti gilda Móta-og keppendareglur GSÍ.
 5. gr.
  Þannig samþykkt á fundi kappleikjanefndar 28. maí 2017.

Hvert lið skal sjá um að skrá stig inn á töflu í skálanum í lok hvers leiks.

Lokahóf Gulldeildar er haldið fyrsta laugardag í október í golfskála GÖ og hefst hófið kl 16:00.