Meistaramót GÖ 2017

Keppnisskilmálar og upplýsingar

Meistaramót GÖ verður haldið dagana 5.-7. júlí. Mótið er þriggja daga mót og verða spilaðir 3 hringir, 3 leikmenn í hverjum ráshóp. Keppt er í 54 holu höggleik í öllum flokkum nema 2. flokki kvenna þar sem keppt verður í punktakeppni.
Fimmtudaginn 5/7 er frjáls skráning á golf.is í ráshópa en þó skulu konur og karlar, t.d. hjón, ekki skrá sig saman í ráshópa heldur í sinn hvorn ráshópinn(ath hollin eru kynjaskipt, konur spila með konum og karlar með körlum).  Ræst verður út frá kl 10. Seinni tvo dagana verður ræst út frá kl 9 – 10 um morguninn (ræðst endanlega af þátttöku) og verður raðað í ráshópa innan hvers flokks eftir árangri. Rásröð báða seinni dagana verður; 3. flokkur ka, 2. flokkur kv, 2. flokkur ka, 1. flokkur kv, 1. flokkur ka, meistarfl kvk, meistaraflokkur ka. SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 4. JÚLÍ KL 20.

Keppt er í eftirfarandi flokkum:

Meistaraflokkur kvenna forgj. 0 -18.0 – höggleikur
1. flokkur kvenna forgj. 18.1 – 27.8 – höggleikur
2. flokkur kvenna forgj. 27.9 – 54.0 – punktakeppni m/fgj

Meistaraflokkur karla forgj. 0 – 10.9 – höggleikur
1. flokkur karla forgj. 11.0 – 18.0  – höggleikur
2. flokkur karla forgj. 18.1 – 24.0 höggleikur

3. flokkur karla forgj. 24.1 – 54.0 höggleikur m/fgj

Mótsstjórn er heimilt að hafa 4 í ráshóp ef þannig stendur á fjölda þáttakenda. Ef tveir eða færri skrá sig til keppni í einhverjum flokki er mótsstjórn heimilt að breyta flokkaskiptingu til að jafna þátttakendafjölda.

Klúbbmeistarar karla og kvenna verða þeir leikmenn sem leika 54 holu höggleik á fæstum höggum án forgjafar.

Klúbbmeistarar öldunga karla og kvenna verða þeir leikmenn sem hafa ná 50 ára aldri og leika 54 holur á fæstum höggum án forgjafar (taka þátt í þriggja daga móti).

Þátttökugjald í öllum flokkum er kr 5000.

Meistaramót GÖ Öldungaflokkur

Meistaramót GÖ Öldungaflokkur verður haldið föstudaginn og laugardaginn 7-8 júlí 2017. Keppt verður í 36 holu höggleik með forgjöf og keppt er um titilinn Öldungameistari GÖ 2018 með forgjöf í karla- og kvennaflokki.

Klúbbmeistari öldunga í karla- og kvennaflokki verður sá leikmaður sem orðinn er 50 ára og leikur 54 holur á fæstum höggum (tekur þátt í þriggja daga móti).

Ræst er út frá kl 07:40 báða daga, fyrri daginn er frjáls skráning á golf.is í ráshópa en þó skulu konur og karlar, t.d. hjón, ekki skrá sig saman í ráshópa heldur í sinn hvorn ráshópinn(ath hollin eru kynjaskipt, konur spila með konum og karlar með körlum).  Síðari daginn verður ræst út eftir skori.

Keppt verður bæði í karla og kvennaflokki og þurfa keppendur að hafa náð 50 ára aldri til þess að geta tekið þátt.

Karlar slá af gulum teigum en konur af rauðum. Karlar 70 ára og eldri geta spilað á rauðum teigum óski þeir þess.

Mótsgjald er kr 3500.

Lokahóf verður á laugardagskvöld. Þeir sem ætla að borða í hófinu þurfa að greiða 3.500kr. fyrir matinn um leið og þátttökugjaldið. Gestir eru velkomnir í lokahófið en þeir þurfa að greiða 3.500kr. fyrir matinn hjá veitingasölu í golfskála í síðasta lagi kl 12:00 á föstudag.

Á síðasta degi mótsins verða nándarverðlaun karla og kvenna á þremur par 3 brautum í boði UN bókhalds.

Sjá nánar á golf.is