Öndverðarnesgolfvöllur – Staðarreglur

1.    Þegar 7., 16., 17. og 18. hola eru leiknar afmarkast völlur af vegi heim að golfskála (innri brún malbiks).

2. Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2):
a) Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið.
b) Vökvunarkerfi og lok á ræsum og borholum
c) Ruslafötur og kúluþvottastandar.
d) Fjarlægðahælar, jarðstrengshælar og brautarmerkingar, ásamt uppróti og möl umhverfis þær.

3.    Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (Regla 24-1).

4.    Bolta sem liggur á snöggslegnu svæði á leið má vítalaust lyfta og hreinsa. Leikmaðurinn verður að merkja legu boltans áður en hann lyftir honum. Þegar hann hefur lyft boltanum verður hann að leggja hann á stað innan einnar kylfulengdar frá upphaflegri legu, en ekki nær holu og ekki í torfæru eða inná flöt. Leikmaðurinn má leggja bolta sinn aðeins einu sinni, og hann verður í leik þegar hann hefur verið lagður (regla 20-4. Merki leikmaður ekki legu boltans áður en hann lyftir honum eða hann hreyfir hann á einhvern annan hátt, s.s. að velta honum með kylfu, hlýtur hann eitt vítahögg.

5.   Hlaðnir grjótveggir eru hluti vallar.

6.    Rafeindabúnaður til fjarlægðarmælinga, s.s. GPS og Laser, er leyfður samkvæmt heimild í úrskurði 14-3/0.5 í Decisions of the Rules on Golf 2016-2019. Ef tæki er með eiginleika sem mælir eitthvað annað en fjarlægð er leikmanni óheimilt að nota þann eiginleika. (regla 14-3)

7. Öll athafnasvæði á leið og rót eftir vallarstarfsmenn eru grund í aðgerð. Samskeyti og jaðrar skorinna grasþakna á leið teljast grund í aðgerð, en ekki þökurnar sjálfar. Leita skal lausnar skv. reglu 25-1. Truflun vegna samskeytanna og jaðranna á stöðu leikmannsins telst þó ekki, sem slík, truflun samkvæmt reglu 25-1.
8. Bolti hreyfist af slysni á flöt. Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir: Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði. Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1. Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.
Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist boltamerki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.

Víti fyrir brot á staðarreglu; höggleikur = 2 högg og holukeppni = holutap.
Staðarreglur þessar eru í gildi frá 14.6.2017
Símanúmer í golfskála 482 3380 Símanúmer hjá dómara 779 3380