Aðalfundur – Orðsending frá formanni
Kæru félagar GÖ.
Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.
Eins og áður kom fram frestuðum við aðalfundi GÖ vegna þeirra sóttvarnarreglna sem voru í gildi í nóvember og desember. Í byrjun janúar var rýmkun gerð á fjöldatakmörkunum, svo að nú sjáum við okkur fært að halda fundinn í golfskálanum með því að gera viðeigandi ráðstafanir. Því hefur stjórn GÖ ákveðið að boða til aðalfundar GÖ laugardaginn 23. janúar klukkan 14:00. Fundurinn verður haldinn í golfskálanum okkar.
Til að tryggja að við getum uppfyllt allar sóttvarnir munum við óska eftir því að meðlimir skrái sig á fundinn og munum við senda ykkur „slóð“ til að skrá ykkur. Verður slóðin send í tölvupósti á félagsmenn strax eftir helgi í síðasta lagi og þarf að skrá sig fyrir kl 12:00 á fimmtudag 21. janúar.
Á fundinum verður grímuskylda og fólk beðið að viðhalda fjarlægðartakmörk og huga að persónulegum sóttvörnum.
Við munum vera með streymi frá fundinum á facebook GÖ, þannig að þeir sem ekki komast, eða vilja ekki vera í margmenni geta fylgst með fundinum. Þeir geta þó ekki tekið þátt í umræðum eða slíkt.
Það eru óvanalegir tímar og við þurfum að taka tillit til þess.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:
- Fundarstjóri og fundarritari kostnir eftir tilnefningu.
- Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning, ársreikningur borinn upp til samþykktar.
- Umræða og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar.
- Ákveða árgjöld félagsins.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
- Kosning tveggja endurskoðenda.
- Önnur mál.
Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinn.
Fyrir hönd stjórnar GÖ
Knútur G. Hauksson
Formaður GÖ