Golfklúbbur Öndverðarness ræður framkvæmdastjóra

Golfklúbbur Öndverðarness hefur ráðið Svein Steindórsson til starfa sem framkvæmdastjóra klúbbsins. Staðan er ný hjá klúbbnum en Sveinn hefur unnið sem vallarstjóri hjá golfklúbbnum síðan vorið 2015 og er því flestum hnútum kunnugur. Sveinn mun áfram sinna starfi vallarstjóra í náinni samvinnu við vallarnefnd og stjórn klúbbsins. Sveinn tók við starfinu 1. janúar.