IMG Golf Fitness námskeið
Irma Gunnarsdóttir ætlar í febrúar að bjóða félögum GÖ upp á frítt leikfimi námskeið, sérsniðið fyrir kylfinga til að hita upp fyrir komandi golfsumar!
IMG golf fitness
Vellíðan – leikni – árangur!
IMG golf fitness námskeiðin eru sniðin að þörfum golfara 50+ ára. Æfingar taka mið af einstaklingsmiðaðri getu og persónulegum þörfum hvers og eins þar sem markvisst er unnið í að bæta hreyfigetu líkamans í gegnum alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun. Hver tími hefst á hressandi og mýkjandi upphitun sem leiðir út í fjölbreyttar æfingar. Sérstök áhersla er á styrktaræfingar fyrir miðju líkamans og mjaðmasvæði, góðar og liðkandi teygjuæfingar fyrir allan líkamann sem og æfingar sem bæta jafnvægisskyn, samhæfingu og líkamsvitund. Kennslan fer fram í góðum félagsskap og lokuðum hópum.
Líkamleg vellíðan og aukin hreyfigeta hefur jákvæð áhrif á spilamennskuna,
Vertu með og skráðu þig í gegnum netfangið irma@internet.is
eða í síma 6617494.
Í tilefni af lýðheilsuátakinu Lífshlaupið 2021 – frítt námskeið fyrir meðlimi GÖ
Tímabil 6.02 – 27.02 – hitum upp fyrir sumarið!
1x í viku námskeið laugardaga fyrir klúbbmeðlimi, í klúbbhúsi GÖ, Öndverðarnesi.
Laugardagar kl.10:00 – 10:50 Kvennahópur.
Laugardagar Kl.11:00 – 11:50 Karlahópur.
Fjöldatakmörk: hámarksfjöldi í hóp, 18 manns, fyrstur kemur fyrstur fær!
Æfingabúnaður: Þæginlegur og teygjanlegur æfingafatnaður, íþróttaskór, yogadýna og handklæði.
Kennsla fer fram í klúbbhúsi GÖ, Öndverðarnesi.
Irma á að baki 35 ára feril sem dans- og líkamsræktarkennari en dans- og líkamsþjálfun hefur verið hennar lífsstíll frá barnæsku. Hún lauk meistaranámi í listkennslu frá LHÍ árið 2012 með dans sem sérgrein og hefur hún starfað við ýmis danstengd störf í gegnum ævina. Samhliða dansinum hefur Irma alltaf þjálfað og kennt líkamsrækt. Hún lagði stund á keppnisþolfimi um tíma og varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í greininni. Helstu áhugamál hennar fyrir utan dans og líkamsrækt eru golf og ferðalög en Irma heillaðist af golfíþróttinni fyrir rétt rúmum áratug og er í dag forfallinn golfari. Irma er mjög metnaðarfull og leggur sig 100% fram við allt sem hún tekur sér fyrir hendur IMG golffitness námskeiðin eru sérstaklega þróuð út frá danstengdri og fjölþættri líkamsrækt með það að markmiði að auka líkamlegt hreysti og vellíðan. Gæðakennsla, rétt líkamsbeiting og öryggar æfingar tryggja árangur sem skilar sér í bættri heilsu og betra golfi