Öndverðarnesvöllur lokar öðrum en félagsmönnum
Öndverðarnesvöllur lokar fyrir aðra kylfinga en félagsmenn mánudaginn 5 oktober. Skálanum verður einnig lokað og því ekki opin móttaka fyrir kylfinga.
Við munum loka seinni 9 holunum alveg, en hvetjum félagsmenn til að nota fyrri 9 holurnar meðan veður leyfir og skrá á rástíma á golfbox undir vetrarvöllur. Við munum leika inn á sumarflatir meðan veður leyfir en færum á vetrarflatir þegar frostið herðir að.