Notkun afsláttarmiða í gegnum Golfbox

Golfklúbbur Öndverðaness notast við frí - og afsláttarmiða sem gefnir eru út í gegnum Golfmore. Auðvelt er að nota afsláttamiðana í bókunarferli Golfbox og hér að neðan eru leiðbeiningar.

Útlit afsláttarmiða GÖ getur verið mismunandi en virka allir eins

Þið fáið sendan afsláttarmiða á .pdf formi eða í gegnum Golfmore appið. Á miðanum er afsláttarkóði sem sleginn er inn í greiðsluferlinu sem lækkar upphæð sem er til greiðslu. (sjá dæmi hér að neðan bæði fyrir .pdf miða og miða í appinu) Mismunandi er hversu oft hver miði virkar þó ferlið sé eins.

Þegar búið er að velja alla kylfinga í hollið þarf að samþykkja hollið með því að smella á “samþykkja”

Eftir að lokið hefur verið að samþykkja hollið þarf að virkja afsláttarmiða með því að haka við “samþykkja greiðsluskilmála” og síðan smella á “Afsláttarkort”

Þá birtist gluggi þar sem velja má hnappinn “ Virkja afslátt” aftan við nafn þess kylfings sem njóta skal afsláttarmiðans

Því næst opnast gluggi þar sem afsláttarmiði er skráður inn og hann staðfestur. Birtist þá gluggi þar sem afslátturinn er birtur. Afslátturinn er því næst virkjaður með því að smella á “Virkja afslátt”, og í kjölfarið er hægt af fara áfram í greiðsluferli til bókunar á rástímanum.