Lokamót GÖ, Goodyear og Scania 10. september

Ágætu GÖ félagar.

Þá er komið að lokamótinu okkar þetta árið. Geggjuð veðurspá, frábær matseðill og félagsskapur af bestu gerð.

Skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 9.september og hvetjum við alla til að vera með.

Mótsfyrirkomulagið er betri bolti (betri punktafjöldi á holu), tveir saman í liði. Allir karlar spila á gulum teigum nema 70 ára og eldri mega spila á rauðum teigum og fá þá forgjöf miðað við þá teiga. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Velja skal snemmbúna eða síðbúna ræsingu við skráningu

Mótið er innanfélagsmót + gestir þar sem félagar í GÖ geta boðið gesti að spila með sér. Til að vinna til verðlauna verður annar liðsfélaganna að vera meðlimur í GÖ.k

Matur er innifalinn í mótsgjaldi kr. 16.000 á lið

Matseðill:

Nautasteik með villisveppasósu og kaffi og eitthvað smá sætt í eftirrétt.

Ennfremur er í boði að skrá sig án matar.

Glæsileg verðlaun verða í boði frá styrktaraðila mótsins, GOODYEAR & SCANIA.

1 Sæti 2*25,000 gjafabréf frá Golfskálanum, ásamt tveimur léttvínsflöskum

2 Sæti 2*20,000 gjafabréf frá Golfskálanum, ásamt tveimur léttvínsflöskum

3 Sæti 2*15,000 gjafabréf frá Golfskálanum, ásamt tveimur léttvínsflöskum

14 Sæti 2*10,000 gjafabréf frá Golfskálanum, ásamt tveimur léttvínsflöskum

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum Léttvínsflaska og boltar

Næstur holu í öðru höggi á 14. Léttvínsflaska og boltar

Fjöldi góðra skorkortaverðlauna

Sjáumst á laugardaginn

Mótanefnd

Previous
Previous

Lokamót frestun

Next
Next

Hola í höggi.