Umgengnisreglur GÖ

Á Öndverðarnesvelli fylgjum við öllum viðurkenndum golfreglum og njótum þess sem völlurinn hefur upp á að bjóða.
Okkur þykir vænt um golfvöllinn og við viljum ganga vel um hann.

Við leggjum áherslu á að eftirfarandi reglur séu hafðar í heiðri:

  • Við lögum boltaför á flötum og setjum torfusnepla á sinn stað

  • Við hleypum fólki framúr ef við spilum hægt eða erum að leita að bolta

  • Við lögum til eftir okkur í glompu

  • Við notum ruslafötur fyrir rusl

  • Við spilum hámark 4 í holli og hver maður með sitt sett

  • Við látum farsíma ekki ekki trufla aðra spilara eða tefja okkar leik

  • Við förum ekki með kerrur eða golfpoka inn á flatir eða teiga

  • Við förum ekki með kerru á milli flatar og glompu

  • Við förum ekki nær nær flötum en 15 metra á golfbílum.

  • Við virðum þær akstursleiðir sem vallarstarfsmenn hafa merkt fyrir golfbíla

Njótið golfleiksins