Staðarreglur

 

Golfklúbbur Öndverðarness  

Staðarreglur – Í gildi frá 1. júlí 2021 

Vallarmörk eru hvítar stikur, girðing á 1. og 2 braut og hvítar línur. Einnig gildir að:  Innsta brún malbikaðs vegar (hola 7,16,17 og 18) afmarkar vallarmörk, þar sem vallarstikur eru ekki fyrir hendi. 

 Eftirtalið er hluti vallar: 

  1. Allir grjótgarðar og grjóthleðslur (athugið að ekki má fjarlægja steina úr grjótgörðum).   

  1. Dæluhús hægra megin á 8. og íbúðarhús á 9/18 braut.                      

  1. Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (regla 16.1): 

  1. Jarðfastir steinar og berar klappir, á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu. 

  1. Ofanáliggjandi vatnslagnir, vatnskranar og vökvunarbúnaður. 

  1. Fjarlægðarstikur, vegvísar og brautarmerkingar á teigum, ásamt uppróti og möl umhverfis þær. 

  1. Ruslafötur, bekkir og kúluþvottavélar.                                 

  1. Lágar girðingar til að stýra umferð við flatir og teiga eru hreyfanlegar hindranir og má því hreyfa, vítalaust. 

  1. Færslur á brautum.  Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu  sinni áður en högg er slegið með því að færa boltann innan einnar kylfulengdar þaðan sem boltinn liggur (regla 14.1), þó ekki nær holunni og ekki utan almenna svæðisins.  Þegar lausn er tekin skv. þessari reglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur skv. reglum 14.2b (2) og 14.2 e. 

  1. Færslur á flötum. Engar færslur eru leyfðar á flötum utan eins púttershauss á 4. flöt 

  1. Öll athafnasvæði á leið og rót eftir vallarstarfsmenn eru grund í aðgerð.  Leita skal lausnar skv. reglu 16-1b. Nýlagðar grasþökur, jarðrask og framkvæmdir á braut 2,6,8,9 og 18. eru grund í aðgerð (óeðlilegar vallaraðstæður) og er heimilt að leita lausnar skv. reglu 16-1b.  

  1. Ef jarðvegsdúkur truflar legu bolta eða stöðu leikmanns í glompu, er leyfð færsla sem nemur einni kylfulengd innan glompu, leggja skal boltann, þó ekki nær holu. 

  1. Kylfingar skulu kynna sér leikhraðareglur og hegðunarreglur.  

  1. Lendi bolti í rauðu vítasvæði aftan við flöt á 1. braut má láta bolta falla í þar til gerða fallreiti gegn einu vítahöggi. Boltann þarf að láta falla innan fallreitsins og stöðvast innan hans. 

  1. Lendi bolti á malarplani við hitaveitutank, vinstra megin við 9. braut og liggur þar á möl eða grjóti, er heimilt að láta boltann falla í þann fallreit sem næstur er bolta, án vítahöggs. 

Fjarlægðar stikur: 

Rauðir - 100 metrar að flöt frá miðri braut 

Gulir - 150 metrar að flöt frá miðri braut 

Hvítir - 200 metrar að flöt frá miðri braut