Öndverðarnesvöllur

Öndverðarnesvöllur er fjölbreyttur 18 holu par 71 völlur í krefjandi umhverfi. Af aftari teigum er völlurinn 5,366 m en 4,628 m af fremri teigum.

Fyrri 9 holurnar eru elsti hluti vallarins og liggja á grónu landi þar sem sterk karakterseinkenni náttúrunnar koma mikið við leik.

Seinni hluti vallarins var opnaður árið 2010 og skartar fjölbreyttum hindrunum fyrir kylfinga.

Völlurinn var að mestu byggður af félagsmönnum í sjálfboðavinnu sem enn í dag er mjög stór partur af klúbbnum. Í samstarfi við starfsmenn klúbbsins tekur hann sífelldum breytingum og á hverju ári er unnið að endurbótum og bættri aðstöðu fyrir kylfinga.