Bikarkeppni, keppnisskilmálar

Keppniskilmálar fyrir Bikarkeppni GÖ 2023. 

 

1. gr. 

 

GÖ heldur árlega holukeppni fyrir félagsmenn 19 ára og eldri. Leikmenn í holukeppninni fá leikforgjöf samkvæmt þeim teigum sem þeir velja að nota á hverjum hring 

2. gr. 

 

Skráning í mótið fer fram á golf.is eða golfbox. Þátttökugjald er 2.000 krónur. 

 

3. gr. 

 

Hámarksfjöldi í mótið er 64 keppendur. Ef færri keppendur skrá sig til leiks gætu einhverjir 

keppendur þurft að sitja yfir í fyrstu umferð. 

Fjöldi keppenda helmingast í hverri umferð þar til einn stendur uppi sem sigurvegari 

 

4. gr. 

 

Dregið verður um leikröð milli þeirra sem komast í holukeppnina. Þegar búið er að draga í fyrstu umferð raðast sjálfkrafa í næstu umferðir eins og sjá má í stöðutöflu í golfbox. 

 

5. gr. 

 

Almennir keppnisskilmálar og staðarreglur, sem í gildi eru á leikdegi hverju sinni gilda í keppninni. 

 

6. gr. 

 

Fyrir fyrstu umferð holukeppninnar fá keppendur send símanúmer og netföng allra keppenda. 

Ákveðin tímamörk gilda fyrir hverja umferð keppninnar, en að jafnaði hafa leikmenn tvær vikur til 

þess að finna leikdag og ljúka leik í viðkomandi umferð. Keppendur sem mætast í hverjum leik fyrir sig koma sér saman um leikdag og leiktíma.  

Tímamörk fyrir allar umferðir keppninnar eru eftirfarandi: 

 

Umferð Fjöldi Umferð hefst Umferð líkur 

1 . 64 21.6.2023 9.7.2023 

2 . 32 10.7.2023 23.7.2023 

3 . 16 24.7.2023 7.8.2023 

4 . 8 9.8.2023 20.8.2023 

5. 4 21.8.2023  29.8.2023 

6. 2 30.8.2023 5.9.2023 

 

 

Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur samkvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu. Þó skal engin keppandi fá hærri leikforgjöf en 36. Þetta á við bæði karla og konur. Keppendur hafa val um af hvaða teigum þeir leika, en fá vallarforgjöf í samræmi við þá teiga. 

 

Dæmi : 

1. Leikmaður með 12 í leikforgjöf mætir keppanda með 10 í leikforgjöf í GÖ 

Mismunur forgjafar er 2 högg sem fyrrnefndi keppandinn fær á holu 8og holu 16, 

sem eru númer 1 og 2 í forgjafarmati vallar. Sá sem á hærri forgjöfina dregur eitt 

högg frá skorinu á þessum tveimur holum. 

2. Leikmaður með 23 í leikforgjöf mætir keppanda með 3 í leikforgjöf  

Forgjafarmunurinn er 20 högg. Hér fær fyrrnefndi 

keppandinn 1 högg í forgjöf á hverri holu og annað að auki á tveimur erfiðustu 

holunum, sem hér yrðu sú 8. og 16. Á þessum tveimur holum má keppandi draga 2 

högg frá skorinu á hvorri þessara tveggja hola. 

 

8. gr. 

 

Eftir hvern leik skal tilkynna úrslit með netpósti á kappleikjanefnd@gogolf.is  

Ekki er slegið inn skor fyrir hverja holu, heldur eru tilkynnt endanleg úrslit hvers leiks. 

 

9. gr. 

 

Ef kepppendur standa jafnir eftir 18 holur skal leika bráðabana þar til úrslit fást, eina holu í senn. Um leið og annar keppandinn vinnur holu telst leik lokið. Bráðabaninn er leikinn með fullum forgjafarmun þannig að forgjöf fæst á sömu holum og í 18 holu keppninni, ef það kemur til þess að leikin sé hola í bráðabana þar sem annar keppenda á rétt á forgjöf. Sigurvegari hvers leiks heldur áfram í næstu umferð keppninnar en hinn keppandinn er úr leik. 

 

10. gr. 

 

Mótsstjóri er Dagmar María Guðrúnardóttir sem einnig er dómari. Komu upp vafamál meðan á leik stendur má hafa samband við dómara í síma 892-1269 Mikilvægt er að keppendur þekki vel reglurnar og mun á reglum í holukeppni og höggleik. Þekking á reglunum er á ábyrgð keppenda. 

 

11. gr. 

Sigurvegari hlýtur titilinn Bikarmeistari GÖ 

12. gr. 

Að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ.