Úr fundargerðum aðalfunda - Vélar og tæki
-
Ný sláttuvél skilaði sínu en flatarvélin eyðilagðist. Þó var unnt að nota hana með herkjum. Ný flatarvél var pöntuð fyrir næsta sumar.
-
Ráðist var í mikil vélakaup sem olli byltingu í umhirðu golfvallarins. Keypt var ný flatarvél, traktor, tætari, kerruvagn, brautarvél, snærisvél og handsláttuvél.
Vélakostur Öndverðarness og golfklúbbsins er nú:
1. Tvær dráttarvélar þar af önnur með mokstursgræjum
2. Tætari
3. Aftaníkerra með sturtu
4. Tvær flatarvélar
5. Röffvél
6. Brautarvél
7. Handsláttuvélar og ýmis handverkfæri
-
Þá voru settir bekkir á völlinn og ný flögg keypt. Keyptur var áburðardreifari og Snærisvél og slæsvél með golfklúbbi Selfoss.
-
Ein lítil sláttuvél var keypt
-
Níu brauta minigolfvöllur var settur upp í nálægð við sundlaug og golfskála af Öndverðarnes nefndinni. GÖ lagði til kúlur og púttera.
-
Tvær nýjar vélar voru keyptar, önnur til þess að slá umhverfis flatir og svo snærisvél.
-
Lokið var við vökvunarkerfi ofanjarðar við alla teiga og flatir. Notaður sendibíll var keyptur sem auðveldar öll aðföng að vellinum.
-
Vélakostur klúbbsins voru 3 dráttarvélar, brautarvél og nokkrar minni vélar, kerra og valtari. Að hluta til eru vélarnar í sameign með Öndverðarnesi.
-
Keypt var ný Toro flatarsláttuvél sem kostaði 2 milljónir. Og var tekið lán fyrir henni hjá Iðnlánasjóði til 10 ára. Vélin gjörbreytti öllum afköstum við sláttinn.
-
Keypt var 6 ára gömul uppfærð brautarvél hjá G.Á Péturssyni sem reyndist mjög vel enda mun afkastameiri en gamla vélin sem verður notuð sem varavél.
-
Tvær nýjar sláttuvélar voru keyptar og stóra flatarvélin var yfirfarin og nú vantar helst röffvél.
-
Engar vinnuvélar voru keyptar á árinu en ný háþrýstidæla var keypt til þess að þrífa vélar og tæki.
-
Keypt var ný sláttuvél í stað traktorsins. Hún verður notuð sem röffvél á litlum svæðum.
-
Engar vélar voru keyptar á árinu, viðhald véla var kostnaðarsamt svo nauðsynlegt verður að endurnýja vélakostinn.
-
Keypt var vinnuvél, brautarsláttuvél og tvær minni sláttuvélar.
-
Flatarvélin var seld og ný keypt í staðinn af TORO gerð
-
Keypt var ný brautarsláttuvél ásamt sturtuvél og áburðardreifara. Öndverðarnes keypti nýjan traktor sem golfklúbburinn hefur aðgang að. Þessi vélakostur mun nýtast vel þegar völlurinn verður 18 holur.
-
Fjárfest var í boltavél og æfingaboltum.
-
Keyptir voru tveir golfbílar, röffvél og flatarvél.
-
Á árinu var keypt notuð flatarvél, pallbíll, valtari og vinnubíll með sandara
-
Ný brautarvél var keypt á 8.2 milljónir og einnig sláttuvél á 1.3 milljónir.
-
Keypt var ný flatarvél en sú gamla var seld. Nýtt vökvunarkerfi var keypt með aðstoð velunnara klúbbsins. Það þarf því að fara að skipuleggja lagningu kerfisins en á nýja vellinum eru allar vatnslagnir fyrir hendi og var það gert þegar völlurinn var gerður.
-
Ný röffvél var keypt á árinu og úðunartæki aftan á traktor .
-
Ný götunarvél var keypt sem nýtist bæði á flatir og brautir. Þá var keypt ný sáningarvél ásamt tveimur golfbílum til útleigu. Síðan voru gerð vélaskipti við Öndverðarnes, þeir fengu traktor í eigu klúbbsins en klúbburinn Mac Cormic traktor. Áfram mun golfklúbburinn hafa afnot af traktornum við stærri verkefni.
-
Þar sem reksturinn var í járnum var ekki farið í vélakaup þó var keyptur flatar valtari sem reyndist mjög vel.
-
Keyptur var pallbíll og spreybíll til dreifingar á fljótandi áburði auk smærri áhalda s.s. handsláttuvéla, orf og nýjar flaggstangir ásamt speglum á þær.
-
Keypt var Caterpillar beltagrafa einnig var keyptum TORO vinnubíll auk handverkfæra
-
Þá var keypt ný brautarslátturvél með hybrid vél og túrbínu blásari sem er dreginn á eftir vinnubíl sem mun nýtast við að blása í burtu slæju og öðru sem þörf er að blása burt.
-
Keypt var ný dráttarvél John Deers 4720. Þessi vél mun nýtast betur en eldri vélar við margvísleg verkefni.
-
Keyptir voru 4 rafmagnsgolfbílar í samvinnu við Bílaleiguna Höldur og setti Ískraft upp hleðslustöðvar. Seldir voru 2 eldri golfbílar. Auk þess var keyptur vinnubíll með honum fylgdi sandari og röff slátturvél var keypt sl. haust.
-
Haldið var áfram að kaupa golfbíla í samstarfi við Höldur. Handslátturvél var keypt 2019.
-
Haustið 2020 var keypt Bönker-raka
-
Fjárfest í vélum og 2 golfbílum. Keyptur var nýr gatari og sáningarvél sem kom um sumarið. En ný flatarslátturvél ætti að koma á næsta ári 2023.
-
Nýja flatarslátturvélin sem beðið hefur verið eftir í langan tíma kom í októbermánuði. Golfbílar til útleigu eru 8. Fyrir liggur að þörf er á endurnýjun brautarsláttuvél og röffsláttuvél, áætlaður kostnaður um 40 m.kr. Ákveðið hefur verið að nýta nýja tækni í formi slátturóbóta á næsta ári sem kemur í staðinn fyrir þessar vélar. Þessi fjárfesting er áætluð 30 m.kr.