Úr fundargerðum aðalfunda - Mótahald
-
Fyrsta golfmótið var John Humphreys mótið sem haldið var í ágúst 1972. Mótið var sveitakeppni á milli meistara og sveina. Sérstakar keppnisreglur sem Ástráður Þórðarson og Þórður Þórðarson undirrituðu. Ekkert klúbbhús var til svo verðlaunaafhendingin fór fram á bílastæði við golfvöllinn. Næstu mótum var síðan slitið í dæluskúr sem hafði verið byggður yfir hitavatnsborholu við 3. braut.
-
26.ágúst var haldið John Humphreys mótið í annað sinn. Keppnin var sveitakeppni á milli meistara og nema annars vegar og sveina hins vegar. John Humphreys, starfsmaður við ameríska sendiráðið gaf veglegan bikar. Sveit sveina sigraði með 191 höggi gegn 207 höggum hinna. Í einstaklingskeppninni vann Ágúst Þórðarson á 60 höggum nettó, Ástráður var á 62 höggum nettó og Kristján Ástráðsson á 66 höggum nettó.
9. september var mót á milli GÖ og GOS. Leiknar voru 14 holur og þátttakendur voru 18. Sveinn Sveinsson GOS sigraði á 58 höggum nettó, Annar varð Kolbeinn Kristinsson GOS á 62 höggum og í 3.-4. Sæti urðu Friðrik Andrésson GÖ og Ágúst Þórðarson GÖ á 64 höggum.
28. október 1973 fór fram fyrsta B.M Vallá keppnin. Leiknar voru 12 holur. B.M. Vallá gaf vegleg verðlaun bæði í sveitakeppni og einstaklingskeppni. Úrslitin urðu þau að sveit meistara ásamt nemum sigruðu á 241 höggi en sveit sveina var með 250 högg. Í einstaklingskeppninni vann Þórður Þórðarson með 57 högg nettó, Kristján Ástráðsson var með 57 högg og Friðrik Andrésson og Björn Sigurðsson með 58 högg. Júlíus Júlíusson með með besta skorið 60, hann var með +8 í forgjöf.
-
Hafsteinn Júlíusson gaf bikar í nýliðakeppnina og var hann farandbikar.
Golfmót sumarsins
Flaggakeppnin, Selfossmót, Jónsmessumót, Kúlukeppni, BM Vallámót, John Humpfrey mótið, Nýliðakeppnin, Tvímenningskeppni GOS-GÖ, Kvennakeppni 2
Fjöldi þátttakenda í mótum sumarsins 140 manns og 17 nýir félagar voru skráðir í klúbbinn. Haldnar voru kynningar á íþróttinni um veturinn og mættu þar 39 manns á móti 22 árið áður.
-
Golfmót sumarsins
Flaggakeppnin, Selfossmótið sem tapaðist með einu höggi annað árið í röð, Jónsmessumótið var fjölmennasta mótið með 48 þátttakendum og fjölda annarra áhorfenda, Snærisleikur var nýtt mót og hafði Hafsteinn Júlíusson útvegað verðlaun frá Víbró, John Humphrey mótið og í verðlaun var koníaksflaska, BM Vallá, Nýliðakeppni, Tvíliðakeppni GOS og GÖ var boðsmót.
Þátttakendur í mótunum voru 200-250.
-
Flaggakeppni, Snærisleikur, Jónsmessumót, GÖ-GOS. GÖ vann þá keppni, John Humphrey mótið Ný stytta gefin. Tveggja daga mót um verslunarmannahelgi með glæsilegum vinningum sem var því miður illa sótt. BM VallÁ mótið, Nýliðamótið, Boðsmót, Kvennakeppni
Þátttaka í mótunum var 250-300 manns.
-
Í verðlaunahófi B.M.Vallá móti 1979 tilkynnti forstjóri B.M.Vallá að í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins myndi það bjóða þeim sem stæði sig best í 8 stigamótum, 5 keppnum 1980 og 3 keppnum 1981 í utanlandsferð fyrir tvo. Boðið takmarkaðist við meistara, sveina og nema. Leikið var með forgjöf og fengu keppendur í 15 efstu sætunum stig og verðlaunin hlyti sá sem fékk flest stig. Að auki voru veitt verðlaun fyrir þann sem sýndi mestar framfarir í þessum mótum og voru verðlaunin vikuferð til London fyrir tvo. Þeir sem urðu í 2 og 3. sæti fengu golfsett. Reiknuð var forgjöf í byrjun og til enda tímabilsins 31. maí 1980-23. ágúst 1981.
Öldungakeppni (old boys) var haldin í fyrsta sinn og var Þórður Kristjánsson stofnandi hennar og gaf hann einnig verðlaunin. Keppt var um farandbikar.
-
Golfmót
Í John Humphrey gaf frú Guðrún Humphrey styttu sem nefndist MRS Humphreystyttan. Aðeins konur í GÖ gátu unnið þennan bikar sem var farandbikar og aðeins til eignar ef sami aðili vinnur hana fimm sinnum. Keppt var samtímis um þessa styttu þegar John Humphrey karla mótið var.
Keppt var um unglingaskjöldinn í fyrsta sinn. Stofnendur mótsins og gefendur allra verðlauna voru Einar Einarsson og Stefán Gunnarsson.
Golfmót sumarsins
16. maí Snærisleikur, Flaggakeppnin, Jónsmessumótið, Þjóðhátíðarmótið, John Humphrey mótið sveitakeppni, Unglingaskjöldurinn, Nýliðakeppnin, Öldungamótið, B.M.Vallá mótið, Þrastarlundarmótið, Steypustöðvarmótið m/án forgjafar, 9. okt. Boðsmót
-
Þrastalundargolfmót 27.8
-
Stóra GÖ mótið haldið í fyrsta sinn. Sigurvegarar, Ólafur Jónsson og Jóhann Óli Guðmundsson.
Golfmót sumarsins
27. maí Snærisleikur, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Unglingaskjöldurinn, Öldungamót, Steypustöðvarmótið, Afmælismót GÖ, Helgarmót, B-M Vallámótið, Þrastarlundarmótið, 22. sept.GÖ-GOS boðsmót
-
Golfmót sumarsins
26. maí Snærisleikur, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Steypustöðvarmótið, Unglingaskjöldurin, John Humpfrey konur, Stóra GÖ mótið, Öldungamót, Helgarmót -ágústmót, B-M Vallámótið, Haustmót, Nýliðakeppnin, 14. sept. Boðsmót
Tekjur af mótunum 321.210 kr.
Gjöld 82.315 kr.
-
Golfmót: BM Vallá keppnin var tveggja daga mót og var hún mjög vegleg þetta árið í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins. Ferðavinningar voru í boði fyrir 1.,2. og 3. sæti með forgjöf og einnig besta skor. Þetta var utanlandsferðir fyrir tvo og voru ferðirnar allar jafnar að verðgildi. Hans Isebarn var með besta skor 164 högg. Í 1. sæti með forgjöf varð Karl Bjarnason 137 högg, í öðru sæti Ingólfur Einarsson 141 högg og í þriðja sæti varð Helgi Steinar Karlsson með 145 högg. Haldið var opið Öldungamót og Öldungameistaramót fyrir GÖ meðlimi. Hafsteinn Júlíusson 88 högg (68 m/f), Ástráður Þórðarson 88 högg (69 /f) og Ólafur A Ólafsson 89 högg (72 m/f).
Nýliðakeppnin var haldinn og gaf Hafsteinn Júlíusson nýjan bikar sem keppt var um og var farandbikar.
-
Golfmót: 15 golfmót voru haldinn og þau stærstu voru Stóra GÖ og Jónsmessumótið. Þátttakendur í mótunum var að meðaltali 40-50 manns.
Hagnaður af mótum var 435.530.
-
Golfmót
16 golfmót voru haldin um sumarið og voru stærstu mótin sem fyrr Jónsmessumót og Stóra GÖ. Þá var Mjallarmótið á sínum stað.
Ný mót voru Hjóna- og parakeppni, kvennamótið “Með á nótunum” sem Iðnaðarbankinn styrkti. Óru- mótið fyrir bæði konur og karla, verðlaun gáfu Margrét Sigurðardóttir og Örn Ásmundsson.
Hagnaður kappleikjanefndar var 253.818 kr.
-
Golfmót
Golfmót sumarsins voru 17. Fjölmennustu mótin voru Jónsmessumótið og Stóra GÖ tóku þar. 120 manns þátt í hvoru móti, Iðnaðarbankamótið (kvennamót), Mjallarmótið.
-
Golfmót
16 golfmót voru haldin. Stóra GÖ og Jónsmessumótin voru stærst með 270 keppendur. Meðalfjöldi í mótum var annars 50 keppendur.
-
Golfmót
17 mót voru haldin. Þau stærstu voru Jónsmessan og Stóra GÖ
Golfmót sumarsins
19. Maí Vormót - Flaggakeppni, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Mjallarmót, Steypustöðvarmótið, Unglingaskjöldurinn, J-H mótið -konur, Orumótið- karlar, GÖ-GOS klúbbakeppni, Öldungamótið, Stóra GÖ mótið, Opið öldungamót -Hafsteinsmótið, Íslandsbankamótið -kvennamót, B.M.Vallá mótið, Hjóna- og parakeppnin, Nýliðamót, 21. Sept. Lokamót
-
Haldin voru 22 golfmót um sumarið. Þátttakendur í þeim voru 1100. Fjölmargir smærri hópar voru með mót og voru tekjur af þeim góðar. 15. ágúst Hafsteinsmótið
-
Haldin voru 17 golfmót og þátttakendur 1100. Stærstu mótin voru Stóra GÖ, Jónsmessan og lokamótið. Klúbbakeppni GOS-GÖ var haldin á Selfossi. Konurnar unnu en karlarnir töpuðu með 5 höggum.
-
Golfmót
Í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins var stórt afmælismót haldið og voru þátttakendur 80. Friðrik Andrésson og Einar Einarssons sáu um mótið og gáfu vegleg verðlaun. Þegar nýi skálinn var tekinn í notkun í sumarbyrjun þurfti að snúa golfvellinum þannig að 7. brautin var upphafsbraut við nýja skálann og endað á 6. braut sem nú var orðin 9. braut. Golfvellinum hafði verið breytt þannig að 7. braut vallarins var orðin að 1.braut og 6. brautin að 9. Braut
Golfmót sumarsins
Vormót Volvomótið, Vormót Golfskálamót, Vígslumót Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Öldungamótið, Steypustöðvarmótið, Unglingaskjöldurinn, Óru-mótið, Klúbbakeppni GÖ-GOS GÖ vann með 17 höggum, Stóra GÖ 20 ára afmælismót, Íslandsbankamótið -kvennamót, Texas, B.M.Vallá mótið, Hjóna- og parakeppnin, Mjallarmót, Hattamót ( nokkurs konar tískusýning með tilbrigðum og sveiflu), Nýliðamót og unglingamót, Hafsteinsmótið, Mót Meistarar GÖ - Kiðjaberg, Haustmót, Boðsmót - Lokamót
Þátttakan í mótum var góð, um 1100 manns tóku þátt. Hagnaður af þessum mótum var 960.000 kr. og var ein stærsta tekjulind klúbbsins.
-
Golfmót
22 mót og var hagnaðurinn 655 þús.kr. Golfmótin er eins og áður helsta tekjulind klúbbsins. Þátttakan var góð þrátt fyrir leiðinlegt veðurfar.
Golfmót sumarsins
Volvomótið, Vormót , Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Öldungamótið, Steypustöðvarmótið, Unglingaskjöldurinn, Óru-mótið, Boðsmót GÖ - GKG (konur), Klúbbakeppni GÖ-GOS Boðsmót Stóra GÖ mótið, Íslandsbankamótið -kvennamót, Texas, B.M.Vallá mótið, Hjóna- og parakeppnin, Mjallarmót, Hattamót, Nýliðamót, Hafsteinsmótið, Mót Meistarar GÖ - Kiðjaberg, Haustmót, Lokamót
-
Haldin voru 22 mót og var hagnaðurinn 716.197kr. þrátt fyrir afleitt veður á sumum mótsdögum.
Golfmót sumarsins
Volvomótið, Vormót, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Öldungamótið, Steypustöðin, Unglingaskjöldurinn, Óru-mótið, Klúbbakeppni GÖ-GOS, Stóra GÖ mótið, Íslandsbankamótið - kvennamót, Texas, B.M.Vallá mótið, Hjóna- og parakeppnin, Mjallarmót, Úrval - Útsýn, Hattamót, Nýliðamót, Hafsteinsmótið, Iðnlánasjóður Meistarar GÖ - Kiðjaberg, Flísabúðin, Haustmót, Lokamót
-
Golfmót: Golfmótin voru ein stærsta tekjulind klúbbsins Tekjur af golfmótum var 1.120.723 kr. en gjöld 325.707 kr. og hagnaður því 1.120.723 kr.
Golfmót sumarsins
Vormót, Kvennamót GÖ-G.Oddfellow, Volvomótið, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumótið, Öldungamótið, Steypustöðvarmótið, Unglingaskjöldurinn, Óru-mótið, Boðsmót GÖ - GKG (konur), Boðsmót GÖ-GKB, Klúbbakeppni GÖ-GOS Boðsmót, Stóra GÖ mótið, Kvennamót (Íslandsbankamót?), Texas Scramble, B.M.Vallá mótið, Úrval - Útsýn, Flísabúðin, Mjallarmót, Hattamót, Iðnlánasjóður Meistarar GÖ - Kiðjaberg, Haustmót, Lokamót
-
Golfmót: Haldin voru 22 golfmót og tóku þátt í þeim 1100 manns. Hagnaður af kappleikjum sumarsins var 970.000kr. Fjölmennustu mótum voru eins og áður, Stóra GÖ, Steypustöðvarmótið og Flísabúðamótið. 5 kvennamót voru haldin og hafa þau aldrei verið fleiri.
-
Golfmót
Haldin voru 21 mót og tekjur af þeim voru 1.220.000 kr. en gjöld 340.000 kr. Svo hagnaður varð 880.000 kr. Þátttaka í þeim var um 1100 manns
Golfmót sumarsins
Flaggakeppni, Þjóðhátíðarmót, Jónsmessumótið, Unglingaskjöldurinn, Órumótið, Klúbbakeppni GÖ-GKB, Stóra GÖ 20 ára afmælismót, GÖ-GOS, Texas scramble, B.M.Vallá mótið, Flísabúðarmóti, Mjallarmót, Öldungamótið, Hattamót, Haustmót.
-
Golfmót
Haldin voru 16 mót um sumararið og þátttaka þokkaleg eða um 800 manns. Óru-mótið og haustmótið féllu niður, mótum fækkað. Tekjur af golfmótum voru 1.100.000 kr., gjöld 360.000kr. svo hagnaðurinn varð 740.000 kr.
Golfmót sumarsins
GÖ - GO (Oddf) (kvennamót), Vormót, Þjóðhátíðarmót, Jónsmessumótið, Mjallarmót, Steypstöðin, Öldungamótið, Unglingaskjöldurinn, Stóra GÖ, Texas scramble, B.M.Vallá mótið, Flísabúðarmóti, Úrval - Útsýn, Hjóna og parakeppnin, Fröken Júlía - Hattamót (kvennamót), Klúbbakeppni GÖ - GOS, Lokamót
-
Golfmót
Haldin voru 16 mót um sumararið og þátttaka þokkaleg eða um 800 manns. Óru-mótið og haustmótið féllu niður, mótum fækkað. Tekjur af golfmótum voru 1.100.000 kr., gjöld 360.000kr. svo hagnaðurinn varð 740.000 kr.
Golfmót sumarsins
GÖ - GO (Oddf) (kvennamót), Vormót, Þjóðhátíðarmót, Jónsmessumótið, Mjallarmót, Steypstöðin, Öldungamótið, Unglingaskjöldurinn, Stóra GÖ, Texas scramble, B.M.Vallá mótið, Flísabúðarmóti, Úrval - Útsýn, Hjóna og parakeppnin, Fröken Júlía - Hattamót (kvennamót), Klúbbakeppni GÖ - GOS, Lokamót
-
Golfmót
18 golfmót voru haldinn um sumarið og var það þriðja stærsta tekjulind klúbbsins. Stærsta golfmótið var Úrval Útsýn en önnur stór mót voru Stóra GÖ, Jónsmessan og Flísabúðarmótið. Mótin voru í fyrsta sinn færð inn í tölvu á golf.is. Rekstaraðilar skálans unnu mikið starf við mótahaldið ásamt kappleikjanefnd. Tekjur af golfmótum var 1.818.513 kr., gjöld 390.894 kr. svo hagnaður varð 1.427.619 kr.
Golfmót sumarsins
1. júní Húsasmiðjumótið, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumót, Mjallarmót, Steypustöðvarmót, Unglingaskjöldurinn, Öldungamót GÖ, Texas scramble, Fröken Júlía kvennamót, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, B.M Vallá mótið, Úrval Útsýn, Hjóna- og paramótið, 21. sept. Lokamót
-
Golfmót
20 golfmót voru haldinn um sumarið og komu margir að því mótahaldi.
Golfmót sumarsins
3. Júní Húsasmiðjumótið, Bykomótið, Þjóðhátíðarmótið, karlar, konur og unglingar, Jónsmessumót, Mjallarmót (er þetta síðasta mótið?), Steypustöðvarmót, Meistaramót, GÖ-GKB, Unglingaskjöldurinn, Öldungarmót, GÖ-GKB, Fröken Júlía kvennamót, GÖ- GKG kúbbakeppni kvenna, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, B.M Vallá mótið, Úrval Útsýn, GÖ-GKB klúbbakeppni kvenna, Keppni MM og MH(múrarameistarar – húsasmíðameistarar, Hjóna- og paramótið, 27. sept. Lokamót
-
Golfmót
20 golfmót voru haldin um sumarið. Verðlaun í mótum sumarsins voru veglegri en jafnan vegna 30 ára afmæli golfklúbbsins. Tekjur af golfmótum var 2.692.000 kr., gjöld 389.631 kr. og hagnaður því 2.302.369 kr.
Karlasveit var stofnuð til þess að taka þátt í sveitakeppni golfklúbba. Keppt var í 4.deild og unnu okkar menn hana auðveldlega og munu spila í 3. deild að ári.
Golfmót sumarsins
5. júní Mapei-Húsasmiðjumót, Þjóðhátíðarmót, Bykó mótið, Jónsmessumót, Steypustöðvarmótið, MM-MH mót, Meistaramót, Fröken Júlía, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, B.M. Vallá mótið, Úrval Útsýnar mótið, 28. ágúst Hole in one hjóna- og paramótið
-
Golfmót
Haldin voru 20 golfmót sem voru eins og ætíð stór tekjulind klúbbsins.
GÖ sendi sveit í klúbbakeppni GSÍ í 3. deild og unnu þeir deildina og komust í 2. deild. Sveitina skipuðu, Hörður Gylfason, Guðmundur Örn Guðmundsson, Magnús Bjarnason, Kristján Kristjánsson, Vignir Traustason og Hallsteinn Traustason. Liðsstjóri var Ágúst Þórðarson.
Golfmót sumarsins
27. maí Húsasmiðjan, Kökuhúsið, Bykó, hjóna- og parakeppni, texas scramble, Þjóðhátíðarmót, Jónsmessan, Mest, Meistaramót, Styrktarmót fyrir sveitakeppni, SuperBygg, GKB-GÖ, GKG-GÖ, K.Karlsson, Stóra GÖ, Flísabúðin, B.M.Vallá, MM-MH Kiðjaberg, Úrval-Útsýn, Hjóna- og parakeppni, Opið mót, Opið mót, Bændaglíma - lokamót
-
Golfmót
Tekjur af kappleikjum sumarsins voru 3.504.228 kr., gjöld 381.560 kr. Svo hagnaður varð 3.122.668 kr. Karlasveitinn spilaði í 2. deild og stóð sig með sóma.
Golfmót sumarsins
27. maí Húsasmiðjumótið, Nýja Kökuhúsið, Bykomótið, Þjóðhátíðarmótið, Jónsmessumót, Steypustöðvarmót, Meistaramót, Superbygmótið, Fröken Júlía kvennamót, GÖ- GKG kúbbakeppni kvenna, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, B.M Vallámótið, Úrval Útsýn, GÖ-GKB klúbbakeppni kvenna, Keppni MM og MH(múrarameistarar – húsasmíðameistarar, Hjóna- og paramótið, 23. sept. Lokamót
-
Golfmót
26. maí Opna Mapei, Bykomótið, Opna E.V.Borg, Jónsmessumót, Steypustöðvarmót ( meistarar – sveinar), Kvennamót, Mestmótið, Styrktarmót meistaraflokks, Bleiki bikarinn til stuðnings krabbameinsrannsóknum, 16 mót um land allt, Meistaramót, K.Karlsson mót, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, Kvennamót, Keppni MM og MH(múrarameistarar – húsasmíðameistarar, B.M Vallá mótið, Hjóna- og paramótið, 22. sept. Lokamót
-
Golfmót
Mótin voru vel sótt og mættu m.a. 200 manns í opnunarmótið. Karlasveit GÖ spilaði í 2. deild og lentu í 5. sæti sem telst góður árangur miðað við klúbb af okkar stærðargráðu.
Golfmót sumarsins
25. maí Mapei golfmót, Opna hjóna- og paramót, Jónsmessumót, Keppni MMR og MR (múrarameistar- sveinar), Hattamót – GÖ konur og gestir, Opna Rescon –Mapei Mest, Flísabúðamótið, Opnunarmót, Meistaramót, Stóra GÖ, KKK BECK, B.M Vallá mótið, Opna Bioterm kvennamót, Opna hjóna- og paramótið, 27. Sept. Lokamót
-
Golfmót
Jónsmessumóti var breytt. Áður slógu karlar alltaf brautarhögg en konur púttuðu. Nú var bæði hægt að hafa gamla fyrirkomulagið eða að konur slægju brautarhögg og karlar púttuðu.
Velgengni karlasveitar GÖ sem spilaði í 2. deild hélt áfram og lentu þeir í 3. sæti.
Golfmót sumarsins
30. maí Mapei golfmót, Opna hjóna- og paramót Byko, Jónsmessumót, Bikarkeppni GÖ-GKB kvenna, Opna Steypustöðvarmótið, Opna Carlsberg mótið, Opna Biotherm kvennamót, Flísabúðamótið, Meistaramót, Stóra GÖ, Opna B.M Vallá mótið, MR-MMR mótið, Hattamótið, Opna EAS mótið 19. sept. Lokamót
-
Golfmót
Lið GÖ féll í 3. deild í sveitakeppni karla . Klúbburinn tók þátt í sveitakeppni öldunga í fyrsta sinn. Karlarnir spiluðu í 2. deild á Akureyri og komust upp í 1. deild. Kvennasveitin gerði það sama en þurfti ekki að spila þar sem bara tvær sveitir voru skráðar til keppni í 2. deild. Þær munu því líka spila í 1. deild að ári.
Meistaramót var í fyrsta skipti þriggja daga mót og klúbbmeistarar krýndir. Klúbbmeistari kvenna varð Guðrún Guðmundsdóttir.
Golfmót sumarsins
Jónsmessumót, Keppni MM og MH(múrarameistarar – húsasmíðameistarar, Steypustöðvar mót, Opna Biotherm kvennamót, Opna Carlsbergs mótið, Meistaramót, Stóra GÖ, Flísabúðamótið, B.M Vallá mótið, Parkamótið, Fröken Júlía kvennamót, 22. sept.Lokamót
-
Golfmót
Lið GÖ hélt sér í 3. deild í sveitakeppni karla. Sveitina skipuðu Hallsteinn Traustason, Martin Ágústsson, Magnús Bjarnason, Hörður Gylfason, Guðmundur Örn Guðmundsson og Þórir Björgvinsson. Liðsstjóri var Trausti Hallsteinsson. Öldungasveit karla og kvenna spiluðu báðar í 1. deild í Vestmannaeyjum. Karlarnir urðu í 5. sæti en konurnar í 6. sæti Karlasveitina skipuðu Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur Hallsteinsson, Ólafur Jónsson, Már Hinriksson, Guðjón Snæbjörnsson, Stefán Gunnarsson, Þorleifur Magnússon og Trausti Hallsteinsson. Liðsstjóri Ingi Gunnar Þórðarson. Kvennasveitina skipuðu Björk Ingvarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og Soffía Björnsdóttir. Liðsstjóri var Hafdís Helgadóttir.
Klúbbmeistarar voru Ísak Jasonarson og Kristín Guðmundsdóttir.
Golfmót sumarsins
Mapei Húsasmiðjumót, Classic Open, Jónsmessumót, Styrktarmót meistaraflokks, GÖ-GKB bikarkeppni kvenna, Flísabúðamótið, Opna Bioterm kvennamót, Meistaramót, Stóra GÖ, Keppni MM og MH(múrarameistarar – húsasmíðameistarar), Steypustöðvarmót, Opna Kristal mótið, B.M Vallá mótið, Fröken Júlía, Parkamótið, Lokamót 15 sept.
-
Golfmót
17 mót haldin um sumarið. Í sveitakeppni klúbba spilaði sveit GÖ í 3. deild og náðu þeim árangri að komast upp í 2. deild.
Öldungasveit karla og kvenna spiluðu báðar í 1. deild á Flúðum. Karlarnir urðu í 6. Sæti en konurnar í 7. sæti og féllu í 2. deild. Karlasveitina skipuðu Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur Hallsteinsson, Ólafur Jónsson, Trausti Hallsteinsson, Guðjón Snæbjörnsson, Stefán Gunnarsson, Kristján Ástráðsson og Guðmundur Arason. Liðsstjóri var Ingi Gunnar Þórðarson. Kvennasveitina skipuðu Björk Ingvarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Liðsstjóri var Hafdís Helgadóttir.
Húsasmiðjumót, Jónsmessumót, Tuborg Classic mótið, Styrktarmót meistaraflokks, Sveitakeppni GSÍ, Flísabúðamótið, Opna Biotherm kvennamót, Meistaramót GÖ, Stóra GÖ, Heimsferðir og Diðrikson mótið, Keppni MM og MH (múrarameistarar – trésmíðameistarar), Opna Steypustöðvarmót, Opna Kristal mótið, B.M Vallámótið, Fröken Júlía-hattamót, Good Year Scania lokamót
-
Golfmót
Minningarmót Örvars var haldið í fyrsta sinn. Minningarsjóðurinn mun styrkja þá sem misst hafa ástvini í útlöndum og koma þeim heim. Gengi okkar í sveitakeppninni var misjöfn. Karlasveitin féll í 3.deild og Öldungasveit karla féll í 2. deild. Gleðitíðindin voru þau að öldungakennasveit kvenna vann sig upp í 1. deild.
Golfmót sumarsins
Húsasmiðjumót, Jónsmessumót, Tuborg Classic mótið, Minningarmót Örvars, Sveitakeppni GSÍ, Flísabúðamótið, Opna Biotherm kvennamót, Styrktarmót meistaraflokks, Meistaramót GÖ, Bikarkeppnin, Bikarkeppni GÖ-GKB kvenna
N1 mótið, Stóra GÖ, Heimsferðir og Diðrikson mótið, Opna Kristal mótið, B.M Vallámótið, Fröken Júlía-hattamót, Good Year Scania lokamót
-
Golfmót
Opin mót og innanfélagsmót voru 14, þau voru ekki vel sótt þrátt fyrir góð verðlaun. Væntanlega vegna ástand vallarins og veðurfars. Flisabúðamót er hætt en það hefur verið haldið óslitið í 18 ár og var ætíð fjölsótt.
Sveit GÖ karla féll í 4. deild en Öldungasveit karla komst aftur upp í 1. deild en öldungasveit kvenna féll í 2. deild.
Opna Húsasmiðjumótið, Jónsmessumótið, Minningarmót Örvars, Tuborg Classic mótið, Meistaramót GÖ, Opna Kristalmótið, Heimsferðir og Diðriksson mótið, Styrktarmót meistaraflokks, Opna Biotherm mótið, Bikarkeppni GÖ, Afmælismót GÖ, GÖ móti, Fröken Júlía - hattamótið, Good Year Scania mótið, Sveitakeppni GSÍ og íslandsmót
-
Golfmót
10 opin golfmót voru haldin.Um 100 manns tóku þátt í meistaramóti. Klúbbmeistarar urðu Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson. Sveit Öndverðarness spilaði í 4. deild. Liðsstjóri var Kristján Ástráðsson. Öldungasveit karla keppti í 1. deild og endaði í 4. sæti. Liðsstjóri var Guðmundur Hallsteinsson. Öldungasveit kvenna spilaði í 2. deild og vann sig upp í 1. 1eild. Liðsstjóri var Kristín Þorvaldsdóttir.,
Golfmót sumarsins
Opna Húsasmiðjumótið, Minningarmót Örvars, Promennt, Jónsmessumótið, Tuborg Classic mótið, NTC mótið, Meistaramót GÖ, Heimsferðir og Diðriksson mótið, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ-GKB, N1 mótið, GÖ mótið, Fröken Júlía –hattamót, B.M. Vallá mótið, Good Year Scania lokamót, Sveitakeppni GSÍ og Íslandsmót
-
Golfmót
16 mót haldin á vellinum. Um 100 manns tóku þátt í meistaramótinu. Klúbbmeistarar voru Sigurður Aðalsteinsson og Ásgerður Sverrisdóttir. Ný innanfélags keppni leit dagsins ljós, Gulldeildin.
Golfmót sumarsins
Opna Húsasmiðjumótið, Promennt, Jónsmessumótið, Opna Kristal mótið, Minningarmót Örvars, Meistaramót GÖ, Heimsferðir og Diðriksson mótið, Styrktarmót meistaraflokks, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, N1 mótið, Úrval Útsýn mótið, GÖ mótið, Fröken Júlía –hattamót, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania mótið, Sveitakeppni GSÍ og Íslandsmót
-
Golfmót
Reynt var að dreifa álagi á mótautanumhaldi með því að gera stjórnarmenn ábyrga fyrir ákveðnum mótum og þeir fengju síðan með sér fólk til aðstoðar. Opnum mótum fækkað svo önnur hver helgi er laus fyrir félaga. Óánægju hafði gætt að völlurinn væri lokaður flesta laugardaga.
Um 100 manns tóku þátt í meistaramótinu. Klúbbmeistarar voru Steinn Auðunn Jónsson og Ásgerður Sverrisdóttir. Bikarmeistari varð Sigurður Aðalsteinsson. Aftur var keppt í Gulldeildinni og mættu 8 lið til leiks.
Gerð var breyting á skipan liðstjóra keppnissveita GÖ. Stjórnin valdi liðstjóra fyrir hverja sveit. Karlasveit GÖ keppni í 4. deild, þeir unnu deildina og spila í 3. deild að ári. Öldungasveit karla keppti í 1. deild og lentu í 5. sæti. Liðsstjóri var Tryggvi Traustason. Öldungasveit kvenna spilaði líka í 1. deild og lentu þær í 4. sæti. Liðsstjóri var Kristín Guðmundsdóttir.
Golfmót sumarsins
Forkeppni bikars, Bikarkeppni GÖ-GKB kvenna, Minningarmót Örvars, Jónsmessumótið, Meistaramót GÖ, Whisky mótið karlamót, Fröken Júlía –hattamót kvenna, Heimsferðir og Diðriksson mótið, Opna Biotherm kvennamótið, Stóra GÖ mótið, Promennt, Opna Kristal mótið, Good Year Scania lokamót, Sveitakeppni GSÍ og Íslandsmót
-
Golfmót
Tryggvi Traustason varð klúbbmeistari karla en Soffía Björnsdóttir klúbbmeistari kvenna. Þórir Björgvinsson varð bikarmeistari. Meistaraflokkur karla vann 3. deildina og færist upp í 2. deild. Öldungasveit karla gekk vel en öldungasveit kvenna féll í 2. deild.
Golfmót sumarsins
Mapei open, Promennt, Jónsmessumótið, Minningarmót Örvars, Opna Kristal mótið, Meistaramót GÖ, Meistaramót öldunga, Heimsferðir Diðriksson mótið, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Múrarameistarar- Trésmíðameistarar, Good Year Scania mótið
-
Golfmót
13 mót voru haldin á vegum kappleikjanefndar auk þess var haldið Íslandsmót golfklúbba. Um 1.144 hringir eru spilaðir í opnum mótum á vegum klúbbsins. Stóra GÖ mótið var fjölmennasta mótið með 215 þátttakendur og Hjóna- og paramótið með 160 keppendur. Klúbbmeistarar 2019 voru Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson. Bikarmeistari var Þórir Baldvin Björgvinsson. Öldungasveit karla var í fyrstu deild og keppti í miklu roki við erfiðar aðstæður í Leirunni. Þeir héldu sér í deildinni. Kvennasveitin spilaði í annarri deild í Öndverðarnesi og stóðu sig vel. Meistaraflokkur spilaði í annarri deild og héldu sér uppi Kvennastarfið var öflugt í sumar eins og áður. Konurnar hittast reglulega á föstudögum, spila 9 holur og borða saman í skála. Um 50 konur taka þátt í starfinu. Bikarkeppnin við Kiðjaberg tapaðist á heimavelli. Lokamótið átti að fara fram á Flúðum en var haldið á föstudegi í Öndverðarnesi vegna veðurs. Farið var á laugardeginum að Flúðum en þar var verðlaunaafhendingin og að lokum var ferðinni heitið í Skyrgerðina í Hverðagerði í kvöldverð.
Golfmót sumarsins
Mapei open, Promennt, Jónsmessumótið, Minningarmót Örvars, Opna Kristal mótið, Meistaramót GÖ, Heimsferðir Diðriksson mótið, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, Bikarkeppni GÖ-GKB kvenna, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania mótið, Íslandsmót golfklúbba eldri kylfingar 1.-2. deild kvenna
-
Haldin voru 11 mót, einu færri en árið áður en keppendum fjölgaði samt. Metþátttaka í meistaramótinu fór yfir 100 manns. Klúbbmeistarar 2020 voru Ásgerður Sverrisdóttir og Sigurður Aðalsteinsson. Bikarmeistari var Kristófer Daði Ágústsson. Öldungasveit karla var í fyrstu deild og átti mjög gott mót. Kvennasveitin spilaði í annarri deild og stóðu sig vel. Meistaraflokkur spilaði í annarri deild og enduðu í 3ja sæti. Kvennastarfið var öflugt í sumar eins og áður. Konurnar hittast reglulega á föstudögum, spila 9 holur og borða saman í skála. Um 50 konur taka þátt í starfinu. Þær keyptu sér merktar rauðar peysur. Lokamótið var haldið á Flúðum.
Golfmót sumarsins
Promennt, Jónsmessumót G.Ö., Opna Kristal mótið, Minningarmót Örvars, Meistaramót GÖ, Hjónamót GÖ og Golfsögu, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania mótið
-
Golfmót
Haldin voru 10 mót, einu færri en árið áður. Fjöldi keppenda var um 1.200. Stóra GÖ mótið var stærsta mótið með 218 þátttakendum. Metþátttaka í meistaramótinu eða 111 manns. Klúbbmeistarar 2021 voru Ásgerður Sverrisdóttir og Sigurður Aðalsteinsson. Bikarmeistari var Sigurður Heimir Sigurðsson. Öldungasveit karla var í fyrstu deild og endaði í 3ja sæti. Kvennasveitin spilaði í annarri deild og endaði í 5. sæti. Meistaraflokkur GÖ spilaði í annarri deild. Öldungasveitin 65+ spilaði í Öndverðarnesi í fyrstu deild og endaði í öðru sæti. Þetta er fyrsta LEK mót golfklúbba og það var haldið í Öndverðarnesi. Kvennastarfið var öflugt í sumar eins og áður. Konurnar hittast reglulega á föstudögum, spila 9 holur og borða saman í skála. Um 50 konur taka þátt í starfinu Árleg bikarkeppni kvenna við Kiðjaberg var spilað í Kiðjabergi. Kiðjabergskonur unnu bikarinn með einum punkti. Lokamótið fór fram á Flúðum.
Golfmót sumarsins
Promennt, Opna Kristal mótið, Minningarmót Örvars, Meistaramót GÖ, Hjónamót GÖ og Golfsögu, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania mótið, Sveitakeppni GSÍ og Íslandsmót
-
Golfmót
10 mót voru haldin sem er sami fjöldi og árið áður. Um 1.200 manns tóku þátt í mótunum. Met þátttaka var í stóra GÖ mótinu, en fjölmennasta mótið var Proment Open með 220 þátttakendur. Hjóna- og Paramótið tókst vel þrátt fyrir að missa styrktaraðila til margra ára nokkrum dögum fyrir mót. Verið er að ganga frá samningi við styrktaraðila sem verður Golfskálinn. Meistaramótið var með metþátttöku 109 keppendur. Klúbbmeistarar 2022 voru Ásgerður Sverrisdóttir í kvennaflokki og Þórir B. Björgvinsson í karlaflokki. Bikarmeistari ársins var Rafn Þorsteinsson. Öldungasveit karla sem var í fyrstu deild féll í aðra deild. Kvennasveitin spilaði í annarri deild. Meistaraflokkur karla spilað í 2 deild og féll í 3 deild. Öldungasveitin 65+ spilaði í Öndverðarnesi í fyrstu deild. Kvennastarfið var öflugt í sumar eins og áður um 50 konur taka þátt í starfinu. Konurnar hittast reglulega á föstudögum, spila 9 holur og borða saman í skála. Árleg bikarkeppni kvenna við Kiðjaberg var spilað í Öndverðarnesi. Öndverðarnesskonur unnu bikarinn. Lokamótið fór fram á Kiðjabergi.
Golfmót sumarsins
Promennt, Opna Kristalsmótið, Minningarmót Örvars, Meistaramót GÖ, Hjóna- og parakeppni GÖ , Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ-GKB kvenna, Bikarkeppni GÖ, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania mótið, Sveitakeppni GSÍ, eldri kylfinga og 65+
-
10 mót voru haldin sem er sami fjöldi og árið áður. Tæplega 1100 manns tóku þátt í mótunum. Stóra GÖ mótið var fjölmennasta mótið með 212 þátttakendur og 164 tóku þátt í Hjóna- og Paramótinu sem Golfskálinn styrkti. Meistaramótið var með metþátttöku 119 keppendur. Klúbbmeistarar 2023 voru Eva Fanney Matthíasdóttir í kvennaflokki og Sindri Snær Skarphéðinsson í karlaflokki. Bikarmeistari ársins var Sigrún Bragadóttir. Öldungasveit karla keppti í annarri deild í Sandgerði og féll í þriðju deild. Kvennasveitin spilaði í annarri deild á Höfn og náði 5. sæti. Meistaraflokkur karla spilað á Húsavík í 3 deild og náði 4. sæti. Öldungasveitin 65+ spilaði í Öndverðarnesi í fyrstu deild. Kvennastarfið var öflugt í sumar eins og áður. Konurnar hittast reglulega á föstudögum, spila 9 holur og borða saman í skála. Árleg bikarkeppni kvenna við Kiðjaberg var spilað 25. júní í snarvitlausu veðri þannig að einungis voru spilaðar 9 holur. Kiðjabergskonur unnu bikarinn. Lokamótið fór fram á Flúðum.
Golfmót sumarsins
Jónsmessumótið, Opna Kristalsmótið, Minningarmót Örvars og Þórhöllu, Meistaramót GÖ, Hjóna- og parakeppni GÖ og Golfskálans, Opna Biotherm kvennamótið, Bikarkeppni GÖ, GÖ mótið, Bygg–hattamót kvenna, Whisky mótið karlamót, Good Year Scania, mótið Íslandsmót golfklúbba (Sveitakeppni GSÍ) 65+