Nöfn golfbrautanna

Sérhver golfbraut á vellinum  dregur nafn sitt af örnefnum í nágrenni brautanna eða af staðháttum á svæðinu. Þessi háttur var hafður á þegar eldri hlutinn  var tekinn í notkun. Það sama gerði Guðmundur Hallsteinsson þáverandi  formaður þegar nýi hlutinn var tekin í notkun árið 2008.

1.braut      -     Leynir

Dregur nafn sitt af slakkanum fyrir neðan Öndverðarnessbæinn sem er nú fremri hluti brautarinnar.

2. braut     -     Réttin

Flötin er umlukin gamalli rétt og var hluti af grjótgarði sem lá frá Norðurkoti að Hvítá. Grjótgarðurinn var sameiginlegur túngarður fyrir Norðurkot, Öndverðarnes og Suðurkot.

3. braut      -    Brennan

Hraunsvæðið vestan megin við brautina heitir Brenna og talið var að til forna hafi þar verið brennd viðarkol

4. braut      -    Skyggnir

  Skyggnir dregur nafn sitt af tveimur hólum í  hrauninu vestan megin við brautina sem heita Litli – Stóri Skyggnir.

5. braut     -     Óra

Órunes er nesið sem sést austan megin  frá 1. flötinni og  mýrin    norðaustur af því heitir Órumýri.

6. braut     -     Norðurkot

Norðurkot var hjáleiga frá Öndverðarnesi. Talið er að bærinn hafi staðið  á óslegna svæðinu hægra megin við brautina.

7. braut      - Breiðan

Ekkert í örnefnaskrá svo líklega dregur hún nafn sitt að breidd brautarinnar enda  var hún sú braut sem hafði mestu breiddina.

8. braut      -  Dalur

Dalur er slakki fyrir neðan Lambakletta sem eru austan megin við brautina nálægt  stöðvarhúsinu og þar sem brautin er þrengst.

9. braut     -     Hátún

Hátún var túnsvæði  austan megin við Lambakletta þar sem aftari hluti brautarinnar er nú.

10. braut    -    Garðurinn

Dregur nafn sitt af  gömlu kartöflugörðunum sem voru á svæði sem flötin á 10. braut er nú.                                                                                           

11. braut    -    Lónsbraut

Dregur nafn sitt af gamla vatnsbólinu í Öndverðarnesi sem nú þjónar sem vatnsból fyrir golfvöllinn staðsett fyrir ofan aftari teig á 11. braut.

12. braut    -    Mýrin

Brautin er hluti af Heimamýri, svæði er náði frá Öndverðarnes túninu að Skógarholti.

13. braut    -    Keldan

Það var kelda austan megin við túnið nær Hvítá  sem nefndist Mókelda  

14. braut    -    Kambur

Brautin dregur nafn sitt af hæðum og klettum í  landslaginu.

15. braut    -    Skógarholt

Skógarholt heitir holtið á milli Öndverðarness og Snæfoksstaða.  

16. braut    -    Kiðholt

Dregur nafn sitt af hól í landi Norðurkots er nefndist Kiðhóll

17. braut    -   Kirkjuholt

Austan við bæjarhúsið þar sem klúbbhúsið er nú var hóll sem á var bænahús til forna.

18. braut    -    Kaldakinn

Fyrir norðan Öndverðarnesbæinn voru tún er nefndust Norðurtún og nefndist austasti hluti túnsins Kaldakinn.

 (Öndverðarnes samantekt um minjastaði unnið af fornleifastofnun, Árnastofnun, örnefnaskrá, Örnefni í Öndverðarnesi eftir Ragnar Bjarnason og GEH)

Brautarmerki á eldri hluta vallarins


Teigmerki á eldri hluta vallarins gert af Ásmundi Daníelssyni og endurmálað af Guðrúnu Guðmundsdóttur.


Brautir á nýrri hluta vallarins

í þeirri röð sem þær voru opnaðar 2008