Starfsmenn á golfvelli og í veitingasölu, unnið upp úr gögnum klúbbsins

1972 Friðrik Andrésson  

1973

1974

1975 Ásmundur Daníelsson - Mjöll 

1976 Ragnar Hilmar Þorsteinsson starfsmaður,  Elísabet vann í sjoppunni og fékk 10% þóknun af sölunni.

1977 Erlendur Gunnar Gunnarsson og Andrea voru starfsmenn

1978 Helgi Þórarinsson var vallarstarfsmaður.  Elísabeta hennar Mjallar vann í sjoppunni hjá Bjössa og fékk 10% af sölunni.  Hún seldi kók - pilsner - krembrauð - Beta er fædd 1968.

1979 Þorsteinn Þorleifsson og Snjólaug M. Dagsdóttir, þau sáu um slátt og umhirðu.  1980

1981

1982 Jóhann Sveinsson

1983

1984

1985

1986

1987 Steinn Ólafsson og kona hans Gunna Sigga voru starfsmenn Öndverðarness og sáu um að slá brautir, Hannes Guðnason sá um völlinn, flatir og teiga og Erla Bjarnadóttir sá um veitingar. 

1988 Steingerður Hilmarsdóttir og Bjarni P. Magnússon voru starfsmenn Öndverðarness, en sáu líka um rekstur skálans - innheimtu félagsgjalda ofl.  

1989 Svanhvít Ásmundsdóttir sá um rekstur golfskála, innheimta félags- og flatargjalda.  Þorvaldur Ingibergsson var starfsmaður klúbbsins á vellinum.  (Sunný og Þorri).  Guðlaugur Karlsson var starfsmaður Öndverðarness, og sá um slátt á brautum.

1990 Svanhvít og Þorvaldur gerðu það sama árið 1990.  Bjarni P. Magnússon og Steingerður voru starfsmenn Öndverðarness, sáu um að slá brautir og æfingasvæðið.

1991 Svanhvít og Þorvaldur  voru starfsmenn klúbbsins.  Örn Ásmundsson og Margrét Sigurðardóttir (Öddi og Magga) voru starfsmenn Öndverðarness - sáu um að slá brautir og æfingasvæðið.

1992 Örn og Magga voru starfsmenn klúbbsins og sáu um rekstur skálans.

1993 Örn og Magga voru starfsmenn klúbbsins og sáu um alla umhirðu.

1994 Magga var ráðskona í skálanum og sá hún um ásamt manni sínum Erni um innheimtu félags- og vallargjald.  Þau voru líka starfsmenn á vellinum.

1995 Magga og Öddi sáum um golfskálann og völlinn. ( Laufey Jónsdóttir og Eysteinn Nikulásson voru starfsmenn Öndverðarnesnefndar en þau sáu ekki um golfvöllinn). 

1996 Laufey Jónsdóttir var rekstraraðili golfskálans.  Það var ráðinn menntaður golfvallarstarfsmaður Nökkvi Gunnarsson, en hann vann fram í  lok júnímánaðar.  Þorvaldur Ingibergsson hljóp í skarðið.  Í lok júlí kom Örn með dyggri hjálp Möggu, Sunný og Þorra til að vinna á vellinum.  Einnig hjálpaði Laufey til þegar hún gat.  (Eysteinn Nikulásson var starfsmaður Öndverðarnesnefndar.)

1997 Magga og Örn starfsmenn á velli og golfskála.  (Eystein Nikulásson var starfsmaður Önverðarnesnefndar.)

1998 Magga og Örn starfsmenn á velli, golfskála og Öndverðarnesi.

1999 Magga og Örn starfsmenn á velli og í golfskála.

2000 Magga og Örn starfsmenn á velli, sáu um innheimtu félagsgjalda og frágang peninga í banka.   Bryndís Þorgeirsdóttir og Berglind dóttir hennar sáu um rekstur á golfskálanum og innheimtu vallargjalda. (Jón K. Sigurfinnsson maður Bryndísar var starfsmaður Öndverðarness.)

2001 Magga og Örn starfsmenn á golfvelli.  Guðbjörg Pétursdóttir og Helga Sigrún Sveinsdóttir  voru starfsmenn í skála.

2002 Magga og Örn starfsmenn á golfvelli.  Guðlaugur Karlsson og Elísabet sá um rekstur á skálanum.

2003 Guðlaugur Karlsson, Elísabet ásamt Hilmari sáu um öll störf á vellinum, rekstur skálans og starfsmenn Öndverðarness.  

2004 Guðlaugur og Elísabet, Óskar Ingi Þorgrímsson og unglingar úr sveitinni, þau sáu um alla vinnu á vellinum, veitingasölu, og starfsmenn í Öndverðarnesi.

2005 Óskar Ingi Þorgrímsson og Þórný, sáu um völlinn, skála og voru ráðsmenn í Öndverðarnesi.

2006 Óskar og Þórný sá um völlin og voru ráðsmenn.  Ása og Grétar sáu um veitingar.

2007 Hólmar Freyr Christiansen var ráðinn til að vinna á nýja golfvellinum en staldraði aðeins við í fáar vikur, en Óskar Ingi sá um gamla völlinn.  

2008 Óskar Ingi og 3 sumarstarfsmenn sá um golfvöllinn, Örn Karlsson var framkvæmdastjóri, hann vann líka á vellinum og við stækkun á golfskálanum.  Ása og Grétar sáu um golfskálann.

2009 Óskar Ingi og 3 sumarstarfsmenn sá um golfvöllinn.  Örn var framkvæmdastjóri og vann líka mikið við grasslátt.  Ása og Grétar sá um skálann.

2010 Birkir og Björk voru rekstraraðilar skálans, en þau ráku Nýja Kökuhúsið.  Vallarstjórinn var Örn Karlsson og 3 sumarstarfsmenn.  Hafdís Helgadóttir var framkvæmdastjóri í hlutastarfi.

2011 Eygló Harðardóttir og Eggert sáu um rekstur á skála.  Örn Karlsson og Björn Ólason, en hann var fyrsti lærði vallarstjórinn sá um völlinn.  Hafdís Helgadóttir var framkvæmdastjóri í hlutastarfi.

2012 Eygló og Eggert sáu um rekstur skála.  Örn og Björn Ólason  og 4 sumarstarfsmenn.  Enginn framkvæmdastjóri.

2013 Eygló og Eggert sá um rekstur skála.   Örn og Björn Ólason sem vann til 1. júlí og 4 sumarstarfsmenn. Þórir Björgvinsson var með eftirlit á vellinum, aðstoðaði við mótahald, útleigu á golfbílum ofl.

2014 Eygló og Eggert sá um rekstur skála.  Örn Karlsson og 7 sumarstarfsmenn á velli.  Þórir framkvæmdastjóri síðari hluta sumars.  

2015 Jóhann Sveinsson og Guðný Hafsteinsdóttir sá um rekstur skálans.  Sveinn Steindórsson var ráðinn vallarstjóri, Örn Karlsson var í 50% starfi og 5 sumarstarfsmenn.  Enginn framkvæmdastjóri var ráðinn. 

2016 Jóhann Sveinsson og Guðný Hafsteinsdóttir sá um rekstur skálans. Sveinn Steindórsson var vallarstjóri í heils árs starfi. Með honum unnu 5 sumarstarfsmenn og 1 sem vann fram á vetur.   Að auki kom unglingavinna frá Bláskógabyggð í skamman tíma. Örn Karlsson lét af störfum eftir áratuga starf og stjórnarsetu hjá klúbbnum. 

2017 Jóhann Sveinsson og Guðný Hafsteinsdóttir sá um rekstur skálans. Sveinn Steindórsson vallarstjóri í heilsárs starfi, Ólafur Dór var ráðinn í heilsárs vinnu og 4 sumarstarfsmenn.  

2018 Haraldur Halldórsson sá um rekstur skála.  Sveinn Steindórsson var vallarstjóri í heilsárs starfi, Ólafur Dór vann á vellinum en hann fór í nám til Skotlands um haustið og 4 sumarstarfsmenn. 

2019 Ásdís Höskuldsdóttir sá um rekstur skála.  Sveinn Steindórsson var ráðinn framkvæmdastjóri og vallarstjóri í heilsárs starfi, Ólafur Dór var ráðinn aðstoðarvallarstjóri sem heilsárs starfsmaður, en hann lauk námi frá Skotlandi og 4 sumarstarfsmenn. 

2020 GÖ Bistro Þórir Björgvinsson og Björn sáu um rekstur skála.     Sveinn Steindórsson, framkvæmdastjóri, Ólafur Dór Steindórsson,  vallarstjóri og 3 vallarstarfsmenn.  Þetta er fyrsta ár Óla sem vallarstjóra GÖ.  Annað árið sem voru 2 starfsmenn í fullu starfi allt árið um kring. 

2021 GÖ Bistro Þórir Björgvinsson og Bjössi sáu um rekstur skála.   Sveinn Steindórsson, framkvæmdastjóri, hlutastarf,  Sigríður Björnsdóttir í hlutastarfi við ýmis skrifstofustörf,  Ólafur Steindórsson, vallarstjóri og 4 vallarstarfsmenn, Friðrik Guðmundsson var ráðinn sem heils árs starfsmaður. 

2022 KO:MOS Kitchen, Joost van Bemmel og  Helga, Egill Ragnarsson og Kristín sáu um veitingar í skála. Sveinn Steindórsson framkvæmdastjóri í hlutastarfi, Sigríður Björnsdóttir, skrifstofustjóri, Ólafur Dór Steindórsson,  vallarstjóri og 5 vallarstarfsmenn, fjölgun um eitt stöðugildi.  Óli hefur ákveðið að taka að sér uppbyggingu á Selfossvellinum og mun hætta.  Við tekur Einar Ólafur Pálsson. Ákveðið var að fjölga stöðugildum bæði yfir veturinn og sumarið. 

2023 Joost og Helga sáu um  veitingar. Fjöldi vallarstarfsmanna voru 9 þegar mest var að vallarstjóra meðtöldum, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sveinn Steindórsson, framkvæmdastjóri í hlutastarfi, Sigríður Björnsdóttir, skrifstofustjóri, Einar Ólafur Pálsson, vallarstjóri, Friðrik Guðmundsson og 4 sumarstarfsmenn. Ráðnir voru tveir starfsmenn sem voru til staðar á mestum álagstímum og sáu til þess að enginn fari út á völlinn án þess að hafa staðfest tímann sinn og greitt fyrir hann.   

2024 Joost og Helga sáu um veitingar og fengu til liðs við sig kokkinn Romeó. Fjöldi vallarstarfsmanna var sá sami og 2023. Sveinn Steindórsson, framkvæmdastjóri í hlutastarfi, Sigríður Björnsdóttir, skrifstofustjóri, Einar Ólafur Pálsson, vallarstjóri, Friðrik Guðmundsson og 4 sumarstarfsmenn. Ráðnir voru tveir starfsmenn sem voru til staðar á mestum álagstímum og sáu til þess að enginn fari út á völlinn án þess að hafa staðfest tímann sinn og greitt fyrir hann.