Bikarmeistari GÖ 2022
Þá er bikarkeppninni lokið þetta árið. Til úrslita léku Rafn Þorsteinsson eftir sigur á Jóni Bjarka í undanúrslitum og Laufey Sigurðardóttir, eftir sigur á Birnu Stefnisdóttur í undanúrslitum. Fóru leikar Þannig að Rafn sigraði Laufey 2/1. Nýr bikarmeistari GÖ er því Rafn Þorsteinsson og óskum við honum til hamingju með titilinn.