Fréttir af aðalfundi
Aðalfundur GÖ 2021 var haldinn í Golfskálanum okkar 11. desember síðastliðinn en fundinum var einnig streymt til félagsmanna okkar.
Knútur G. Hauksson formaður GÖ fór ítarlega yfir starfsár klúbbsins sem var með miklum sóma, enda ásókn og félagsandi klúbbsins með besta móti.
Öndverðarnesvöllur skartaði sínu fegursta í sumar en Óli og hans starfsmenn stóðu sig með mikilli prýði. Nálgast má skýrslu vallarstjóra HÉR en hún inniheldur skemmtilegan fróðleik um þeirra störf.
Rekstrarárið kom vel út, en tekjur klúbbsins hafa aldrei verið hærri en á liðnu ári. Alls námu tekjur GÖ rúmlega 69 milljónum á árinu samanborið við tæplega 59 milljónum árið áður. Mestu munar þar um mikla aukningu félagsmanna en félagsmönnum GÖ fjölgaði jafnt og þétt yfir tímabilið. Rekstrargjöld námu alls rúmlega 56 milljónum og skilaði reksturinn því tæplega 13 milljóna hagnaði.
Knútur G. Hauksson var endurkjörinn formaður, og gaf stjórnin öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Stjórn GÖ 2022 er því skipuð:
Formaður: Knútur G. Hauksson
Varaformaður: Guðmundur Pálmason
Gjaldkeri: Guðlaug Þorgeirsdóttir
Ritari: Brynjar Stefánsson
Meðstjórnandi: Hannes Björnsson
Varastjórn: Aðalsteinn Steinþórsson og Sigríður Björnsdóttir
Árgjöld GÖ fyrir árið 2022 voru samþykkt á fundinum og er sem hér segir
Einstaklingsgjald 26-69 ára kr. 79,000
Einstaklingsgjals 70 ára og eldri kr. 47,400
Öryrkjar greiða 50% af fullu árgjaldi kr. 39,500
Ungmenni 16-25 ára kr. 31,600
Skálagjald kr. 7,000
Stjórn og starfsmenn þakka félagsmönnum gott golfár, og mikla og óeigingjarna vinnu í þágu klúbbsins.