Fréttir af Aðalfundi
Aðalfundur GÖ var haldinn í golfskálanum í Öndverðarnesi í gær. Mæting á fundinn var með eindæmum góð, rétt um 80 manns og 26 fylgdust með streymi.
Hagnaður á síðasta rekstrarári var 6,8 milljónir en ársreikning klúbbsins má sjá hér.
Guðmundur Pálmason var kjörinn formaður til eins árs.
Harpa Þorláksdóttir og Þröstur Jón Sigurðsson voru kjörin í aðalstjórn til tveggja ára.
Fyrir í aðalstjórn sitja Gígja Hrönn Eiðsdóttir og Guðlaug Þorgeirsdóttir sem kjörnar voru í fyrra til tveggja ára.
Guðjón G Bragason og Ingi Gunnar Þórðarson voru kjörnir í varastjórn til eins árs.
Stefán B Gunnarsson og Þröstur Eggertsson voru kjörnir skoðunarmenn.
Brynjar Stefánsson, Hannes Björnsson og Ólafur Jónsson láta af stjórnarstörfum og færum við þeim kærar þakkir fyrir framlag sitt til klúbbsins á undanförnum árum.
Félagsgjöld fyrir árið 2026 voru ákveðin:
Einstaklingur 116.000
Eldri en 70 ára 81.200
Öryrki 69.600
Ungmenni 16-25 ára 46.400
Skálagjald 9.000 kr. - inneign í veitingasölu.
Nú um mánaðamótin munu birtast í netbanka félagsmanna 2 kröfur með gjalddaga 1. febrúar 2026 og 1. apríl 2026 og eindaga 15. dags sömu mánaða. Krafan verður fyrir árgjaldi og skálagjaldi samtals, skipt í tvennt. Þannig munu einstaklingar fá tvær kröfur að fjárhæð 62.500, eldri en 70 ára 45.100, öryrkjar 39.300. Ungmenni fá kröfur uppá 23.200, þar sem þau greiða ekki skálagjald.
Aðalfundur ákvað að heildarfjöldi klúbbmeðlima skyldi miðast við 780 félagsmenn 26 ára og eldri.
Líflegar umræður voru um hin ýmsu mál á fundinum. Báru þar hæst vallarmál og trjáfellingar á vellinum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér Þróunaráætlun GÖ sem er að finna hér.
Við minnum félagsmenn á golfherminn okkar í golfskálanum í Öndverðarnesi. Frábær aðstaða. Hægt er að bóka tíma í golfherminum hér. Klukkustundin kostar 3.000 kr. Þeir félagsmenn sem keyptu inneignarbréf á árinu, nota símanúmerið sitt sem afsláttarkóða.
Með golfkveðju,
Stjórn GÖ