Fréttir af vellinum

Nú er undirbúningur fyrir afmælis árið kominn á fullt skrið hjá starfsmönnum klúbbsins. Helst ber að nefna framkvæmd á 9.flöt, 12.braut og innleiðingu sláttur róbota. Framkvæmdirnar eru langt komnar og verður mikil bót af þeim báðum.

Völlurinn virðist koma töluvert betur undan vetri en í fyrra. Mars er búinn að vera blautur en ekki mjög kaldur. Ólíkt sama tíma í fyrra þar sem hitinn fór varla uppfyrir –10°C með tilheyrandi roki og þurrk.
Frostlyfting virðist ekki vera jafn mikil í ár og síðasta vor.
Fyrr í mánuðinum var spáð miklu frosti og fóru vallarstarfsmenn út og dreifðu sandi yfir flatirnar til að verja þær fyrir náttúruöflunum.

Á næstu dögum verður farið í að snyrta tré vallarins. Eitthvað verður fellt af trjám, sérstaklega aspir við 8.braut til að auðvelda aðkomu flatarinnar.

 

9.flöt

Á haustmánuðum hófu vallarstarfsmenn vinnu við nýja flöt á 9.braut. Glompum við gömlu flötina var lokað, hóll búinn til við hægri hlið flatarinnar og aftari hlutanum lyft upp á kostnað þess fremri svo flötin verði sjáanleg í inná höggi.
Gamla flötin var grafin upp eða um 80cm niður og skipt um jarðveg. Næstum allt efni sem var grafið upp var notað í að mynda landslag í kring um flötina. Framkvæmdin er komin langt á leið og verður tilbúin til sáningar með hækkandi sól.


Efni ýtt úr svuntu til að lækka innkomuna að flötinni og gera flötina sýnilegri af braut.  Útlína á mynd voru fyrstu drög að útlínu flatarinnar.

Örvarnar sýna hvernig flötin hallar út frá hól h.m. og hrygg sem liggur frá fremri hluta til þess aftari og mynda fjölbreytt landslag.


12.braut

Skurður sem liggur þvert yfir brautina, fyrir framan rauða teiginn hefur verið lokað að hluta til að flýta leik. Rör var lagt og skurðurinn fylltur upp með möl. Tyrft verður svo yfir fyllinguna í vor

Fyllt í skurð hægra megin við göngustíg.

 

Sláttur róbotar

Síðasta haust samþykkti stjórn að fjárfesta í GPS stýrðum sláttur róbotum frá Husqvarna til að sjá um sláttur á brautum og röffi vallarins eða 94,35%.

10 af gerðinni Automower 550 EPOS

4 af gerðinni Ceora 546 EPOS

 

Stærsta bótin frá sjónarhorni kylfinga séð er sú að okkur verður nú kleift að slá röff (18ha) oftar en 1x í viku.
Fyrir starfsmenn klúbbsins sparast rúmar 1.000 vinnustundir yfir sumartímann, mikið magn eldsneytis og ómældar stundir í viðgerðum og viðhaldi véla.

Til að knýja róbotana áfram komum við til með að notast við sólarorku í stað þess að leggja rafmagn í allan völlinn og framleiðum því okkar egin orku.

 Kveðja

Einar Vallarstjóri

Automower 550 EPOS

Ceora 546 EPOS





Previous
Previous

Viltu smá aukavinnu

Next
Next

Fréttir frá aðalfundi