Fréttir frá aðalfundi

Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur GÖ var haldinn í golfskála GÖ laugardaginn 25. nóvember 2023 að viðstöddum um 40 félögum auk þess sem ca 30 félagar streymdu fundinum.

Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, reikningar lagðir fram, árgjöld ákveðin og kosningar. Reikningar félagsins munu verða aðgengilegir á heimasíðunni innan skamms.

Helstu tölur úr rekstrarreikningi

Rekstrartekjur: kr. 92.385.254 samanborið við 76.825.027 árið 2022

Rekstrargjöld: kr. 89.484.443 samanborið við 71.263.890 árið 2022

Rekstrarhagnaður kr. 2.900.810 samanborið við 5.561.137 árið 2022

Árgjöld
Árgjöld voru samþykkt kr. 99.000 auk þess sem fundurinn samþykkti áfram óbreytt skálagjald kr. 7.000.

Þá var jafnframt samþykkt aukagjald upp á kr. 10.000 á alla nema ungmenni til þess að standa straum af fjárfestingum og auknum umsvifum tengdum afmælisárinu sem framundan eru, en Golfklúbbur Öndverðarness fagnar 50 ára afmæli á árinu 2024.

Spilaðir hringir á árinu voru um 17.000 og er örlítil fækkun frá árinu áður, en miklu munar þar um að völlurinn opnaði mjög seint þetta árið og ekkert golf var leikið á honum í maí.

Stjórn

Engin mótframboð bárust stjórn vegna kosninga í laus embætti í stjórn eða til formanns, og því var stjórnin sjálfkjörin áfram.

Stjórn GÖ 2024 skipa því

Guðmundur Pálmason formaður , Guðlaug Þorgeirsdóttir gjaldkeri, Dagmar María Guðrúnardóttir stjórnarmaður, Brynjar Stefánsson stjórnarmaður, Hannes Björnsson stjórnarmaður, Knútur Hauksson og Guðjón Bragason í varastjórn

Stjórn og starfsfólk GÖ þakkar félagsmönnum fyrir árið sem er að líða

Golfklúbbur Öndverðarness

 

Previous
Previous

Fréttir af vellinum

Next
Next

Aðalfundarboð