Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur GÖ var haldinn í golfskála GÖ laugardaginn 3. desember 2022 að viðstöddum tæplega 50 félögum auk þess sem 28 félagar streymdu fundinum.

Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, reikningar lagðir fram, árgjöld ákveðin og ný stjórn kjörin. Reikningar félagsins munu verða aðgengilegir á heimasíðunni innan skamms.

Helstu tölur úr rekstrarreikningi

Rekstrartekjur: kr. 76.825.027 samanborið við 69.5045.757 árið 2021

Rekstrargjöld: kr. 71.263.890 samanborið við 56.528.335 árið 2021

Rekstrarhagnaður kr. 5.561.137 samanborið við 12.976.422 árið 2021

Árgjöld
Árgjöld án afsláttar, voru samþykkt kr. 92.000 auk þess sem fundurinn samþykkti skálagjald kr. 7.000 og nýtt gjald til tveggja ára kr. 4.000 hvort ár sem gjald fyrir golftryggingu hjá Verði og munum við kynna skilmála þeirrar tryggingar sömuleiðis á heimasíðunni innan skamms.

Spilaðir hringir á árinu voru um 19.000 og jukust enn og aftur enda golfsumarið langt að þessu sinni.

Ný stjórn

Formaður: Guðmundur Pálmason, Guðlaug Þorgeirsdóttir endurkjörin og ný í stjórn Dagmar María Guðrúnardóttir. Varamenn sjálfkjörnir Knútur Hauksson og Guðjón Bragason.

Fyrir í stjórn kosnir 2021 til tveggja ára: Brynjar Stefánsson og Hannes Björnsson

Stjórn og starfsfólk GÖ þakkar félagsmönnum fyrir árið sem er að líða, óskar ykkur gleðilegra jóla og sjáumst sem oftast á nýju ári.

Previous
Previous

IMG Golf Fitness - Ný námskeið að hefjast!

Next
Next

Nýr vallarstjóri GÖ