Nýr vallarstjóri GÖ

Á haustmánuðum auglýsti Golfklúbbur Öndverðarness eftir nýjum vallarstjóra eftir að Ólafur Dór Steindórsson sagði starfi sínu lausu. Ólafur hefur verið starfsmaður GÖ um árabil og gengdi síðustu ár starfi vallarstjóra við góðan orðstír. Við óskum Óla góðs gengis á nýjum vettvangi og þökkum samstarfið.


Nokkrar umsóknir bárust klúbbnum og höfum við gengið til samninga við Einar Ólaf Pálsson og tekur hann við sem vallarstjóri GÖ snemma á nýju ári. Einar hefur starfað víða á golfvöllum og má þar helst nefna Golfklúbb Reykjavíkur, Leyni, Golfklúbb Mosfellsbæjar og Hellu, en Einar lærði gras-og golfvallafræði í Elmwood College í Skotlandi og útskrifaðist þaðan vorið 2011.

Með Einari munu áfram starfa á vellinum Friðrik Guðmundson sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár og Gunnar Marel Einarsson sem kom til okkar síðasta vor.



 

Previous
Previous

Fréttir frá aðalfundi

Next
Next

Við minnum á aðalfund 2022