Hattamót BYGG
Hið árlega og skemmtilega Hattamót Bygg var haldið á laungardaginn, 28. júní. Veðrið lék við þær 56 konur sem tóku þátt og áttu frábæran dag þar sem skemmtilegur félagsskapur og gott veður léku aðalhlutverkið. Rabbabarinn var að sjálfsögðu á sínum stað og þeir Beggi og Gísli stóðu vaktina þar með miklum sóma.
Mótið var í umsjón Kvennanefndar GÖ.
Úrslit:
Flottasti hatturinn: Hildur Ottesen Hauksdóttir og Hulda Eygló Karlsdóttir
Verðlaun: Lúxus matarkarfa að verðmæti kr. 20.000
1.sæti Gígja Hrönn Eiðsdóttir og Margrét Árnadóttir
Verðlaun: Gjafabréf frá Golfskálanum 2 x 35.000
2.sæti Hildur Ottesen Hauksdóttir og Hulda Eygló Karlsdóttir
Verðlaun: Gjafabréf frá Golfskálanum 2 x 25.000
3.sæti Herdís Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir
Verðlaun: Gjafabréf frá Golfskálanum 2 x 35.000
Nándarverðlaun, gjafabréf í Golfskálanum Öndvegi kr. 15,000
2. braut Kristín Guðmundsdóttir
5. braut Sólveig Bentsdóttir
Lengsta teighögg á 7. braut gjafabréf í Golfskálanum Öndvegi kr. 15,000
Harpa Iðunn Sigmundsdóttir
Auk þess voru dregin út fjölmörg skorkortaverðlaun, húðvörur frá Ziaja