LEK +65 ára sveitakeppni.
Sveitakeppnir LEK+65 fóru fram dagana 12. og 13. ágúst, karlasveit 1.deild hér í Öndverðarnesi og kvennasveitin í Grindavík.
Kvennasveit GÖ var með í fyrsta sinn og enduðu þær í 5.sæti. Sveitina skipuðu:
Kristín Guðmundsdóttir, liðsstjóri, Soffía Björnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir, Edda Gunnarsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir.
Sigurvegari kvenna varð GKG
Karlasveitin okkar gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann 3.sætið. Karlasveitina skipuðu:
Jóhann Sveinsson, liðsstjóri, Þorleifur F. Magnússon, Steinn Auðunn Jónsson, Guðjón Snæbjörnsson, Guðmundur Arason, Ólafur Jónsson, Guðmundur E. Hallsteinsson, Kolbeinn Kristinsson og Jón Bergsveinsson.
Sigurvegari varð GKG eftir hörkukeppni við GR.