LEK+65 lokið
LEK+65 lauk í gær eftir afar skrautlegan þriðjudag en mun betri miðvikudag. Það er ekki hægt að segja annað en að framkvædin hafi tekist vonum framar og eiga starfsmenn okkar mikinn heiður skilið fyrir frábær störf. Okkar sveit endaði í 5. sæti en það var GR sem sigraði, Nesklúbburinn í öðru sæti og Keilir í þriðja. Vestmannaeyingar féllu niður um deild og verður þeirra saknað að ári en GÖ mun verða mótshaldari aftur að ári.