Sáð í nýja flöt
Nú er búið að sá í nýju sjöttu flötina, framkvæmdin hófst síðastliðið haust og var unnin að fullu af starfsfólki klúbbsins ásamt sjálfboðaliðum úr klúbbnum. Flötin er byggð eftir viðurkenndum aðferðum og var ferlið svipað og þegar fjórða flötin var tekin fyrir 2 árum.
Nú er búið að sá og dúka flötina og munum við fylgjast spenntir með framhaldinu á komandi vikum.
Grastegundirnar sem var sáð í flötina voru vandlega valdar eftir aðstæðunum sem þessi flöt er í, aðallega er horft á hversu harðar þær eru í gegnum veturinn en einnig hvernig þær höndla þurrk því hæðarmunurinn í þessari flöt mun valda því að að hún mun þorna mishratt.
Látum nokkrar myndir fylgja af ferlinu á hinum ýmsu stigum.
Vallarstjóri













