Íslandsmót Golfklúbba úrslit.

Sveitirnar okkar í +50 ára flokknum kepptu báðar um síðustu helgi.

Kvennasveitin keppti í 2.deild  hjá Golfklúbbi Suðurnesja og endaði í 6.sæti en alls voru 11 klúbbar skráðir til leiks.

Margrét Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsti degi mótsins en hún átti draumahöggið á 16.braut.

Til hamingju Margrét með draumahöggið.

Karlasveitin keppti í 2.deild í Vestmannaeyjum og endaði í 3ja sæti eftir sigur á Nesklúbbnum um bronsið.

Kvennasveit GÖ í ár var skipuð þeim Eddu Gunnarsdóttur, Guðrúnu Guðmundsdóttur, Margréti Sigurðardóttur, Sigrúnu Bragadóttur, Soffíu Björnsdóttur og Irmu Gunnarsdóttur sem jafnframt var liðsstjóri.

Karlasveit GÖ skipuðu Guðjón G. Bragason, Börkur Geir Þorgeirsson, Guðni Hafsteinsson, Ingi Hlynur Sævarsson, Margeir Vilhjálmsson, Þröstur Jón Sigurðsson, Hallsteinn Traustason, Bergur Konráðsson og Haukur Guðjónsson, liðsstjóri.

Next
Next

Íslandsmót Golfklúbba +50 ára