Golfhermir opinn
Trackman golfhermirinn í golfskálanum er opinn fyrir alla félagsmenn í GÖ. Þeir sem keyptu inneignarbréf í vor geta innleyst þau með því að nota inneignarkóðann sinn. Félagsmenn sem ekki keyptu inneignarbréf geta nú einnig bókað tíma í golfherminum fyrir 3.000 kr. á klukkustund. Sjá má hnapp á forsíðunni sem ýtt er á til að fara inn á bókunarsíðu golfhermisins. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér golfherminn, enda aðstaðan öll hin glæsilegasta.