Stóra GÖ 30.júlí

Mercedes-Benz í verðlaun fyrir holu í höggi á 18. braut.

Mótið er betri bolti og er innanfélagsmót en kylfingur í GÖ má bjóða með sér gesti. Þannig spila tveir kylfingar saman í liði.  Ræst er út á 1. og 10 teig samtímis, bæði fyrir og eftir hádegi. 

Fyrir holu í höggi á 18 braut, sá fyrsti.

Glæsilegur Mercedes-Benz EQA 250. Hreinn rafbíll sem sameinar bestu aksturseiginleika, öryggi og útlit en um leið umhverfishæfni því við bestu aðstæður er hægt að aka yfir 400 km. á rafmagni á nýjum EQA.  Bíllinn er verðlaun frá Bílaumboðinu Öskju, söluumboði Mercedes-Benz á Íslandi

Að minnsta kosti annar leikmaðurinn skal vera í GÖ til að liðið hafi rétt til þáttöku og geti unnið til verðlauna. (tveir GÖ meðlimir geta að sjálfsögðu spilað saman).

Mótið er punktakeppni. Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Betri boltinn, þ.e.a.s. fleiri punktar, telja á hverri braut. 

ATH. Seinni holur (10-18) gilda sem seinni 9 holur hvort sem ræst er á teig 1 eða 10

Skráningin fer fram með þeim hætti að innanfélagsmaður skráir liðið á golfbox en það krefst þess að gesturinn sé virkur félagi þar inni. 

Athugið að þar sem ræst er út á bæði 1. og 10. teig þá er engin ræsing í gangi milli 10:20 og 12:30

Veitt eru verðlaun fyrir 1.-5. sæti og að auki eru glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 holum bæði karla og kvenna ásamt fjölda skorkortaverðlauna.


Previous
Previous

Stóra GÖ úrslit:

Next
Next

Hola í höggi.