Vinnudagur og opnun vallar
Kæru meðlimir, nú er vorið heldur betur komið og völlurinn farinn að taka vel við sér. Vallarstarfsmenn hafa verið á fullu í vorverkunum, bæði hefbundnu vorverkin og einnig frágang við nýframkvæmdir sem hófust síðastliðið haust.
Ákveðið hefur verið að halda vinnudaginn okkar árlega laugardaginn 14 maí næstkomandi, og í beinu framhaldi verður völlurinn opnaður þetta vorið fyrir öllum. Nóg verður af verkefnum út á velli og í kringum skálann. Við biðjum samt þá sem geta að koma með eigin verkfæri ef það er kostur, eins og skóflur, hrífur, kantskera og þess háttar. Mæting verður við golfskálann kl 09:00. Venjulega hefur verið frábær mæting á þennan dag og vonumst við til þess að svo haldi áfram.
Við ætlum samt að taka forskot á sæluna og opna fyrir leik á seinni níu holur vallarins föstudaginn 6. maí næstkomandi en eingöngu fyrir félagsmenn klúbbsins. Opnað verður fyrir rástímabókanir fyrir félagsmenn kl 20:00 á miðvikudagskvöld.
Kveðja vallarstjóri og starfsfólk GÖ.