Klúbbfatnaður 2025
Klúbbfatnaður GÖ
Nýjar vörur bætast við og nýr litur
Mátunardagur laugardaginn 17.maí milli kl.13-14 í golfskála GÖ.
Á vinnudeginum, laugardaginn 17.maí kynnum við klúbbfatnað GÖ og þær vörur sem nú eru að bætast við. Um vandaðan og fallegan golffatnað er að ræða frá Glenmuir og eru vörurnar pantaðar inn í gegnum golfverslunina Golfskálinn. Félagsmenn geta skoðað, mátað og pantað fatnað á mátunardegi en einnig verður hægt að máta, panta og kaupa fatnað þegar hentar á opnunartíma GÖ skrifstofu. Flíkurnar eru allar merktar með logoi GÖ, vandaður fatnaður á góðu verði. Litir í fatalínu GÖ 2025 eru dökkblár (Navy), sægrænn(Lagoon), Ljósgrár og hvítur.
Kíkið endilega við á laugardaginn
Stjórnin